Vöðlupakkar í mörgum útfærslum

Í netverslun Veiðiflugna má nú finna ótrúlegt úrval af vönduðum vöðlupökkum. Veiðimenn geta nú valið á milli tæplega 90 útfærslna og því ættu öll að geta fundið vöðlupakka við hæfi. Vinsælustu pakkarnir eru enn á sínum stað, en fjölmörgum hefur verið bætt við. Mittisvöðlupakkar eru nýir af nálinni og margar útfærslur af dömuvöðlupökkum standa veiðikonum nú til boða.