Loop Evotec G5 fluguhjól

Loop Evotec G5 fluguhjól ásamt Loop 7X flugustöng

Evotec G5 fluguveiðihjólin eru nú fáanleg í enn fleiri stærðum, sem henta minnstu einhendum og allt upp í stærri tvíhendur.

Evotec G5 fluguveiðihjólin eru framleidd úr renndu áli en aðrir hlutir þess eru m.a. gerðir úr áli og ryðfríu stáli. Útlit þeirra er virkilega fallegt og fært málmgrár liturinn að njóta sín. Á þeim eru nýir endurhannaðir bremsuhnappar sem veita notandanum betri stjórn á bremsubúnaðinum. Þá hefur spóluhnappinum verið breytt þannig að hann auki heildarstyrk rammans og veiti betra grip þegar skipt er um spólur.