Heim • Netverslun

Að versla í netverslun

Gagnlegar upplýsingar til viðskiptavina.

Hafðu samband

Afhending pantana

Þegar þú verslar vörur í vefverslun Veiðiflugna getur þú valið á milli þess að fá þær sendar heim, á pósthús, í póstbox eða á afhendingarstað Dropp. Einnig er hægt að sækja vörur í verslun án aukakostnaðar.

Sendingarkostnaður

Allar pantanir yfir 12.000 kr. eru sendar frítt. Vörur sem pantaðar eru í netverslun Veiðiflugna eru sendar daglega með Íslandspósti eða Dropp. Sendingargjald leggst á allar pantanir undir 12.000 kr. Kostnaður kemur fram í körfu áður en pöntun er staðfest.

  • Snögg afgreiðsla pantana
  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending þegar pöntun fer yfir tiltekið lágmark

Svör við algengum spurningum

Er ábyrgð á keyptum vörum ef ég panta á netinu?

Já, það er ábyrgð á öllum vörum sem Veiðiflugur selur skv. lögum um neytendakaup nr. 48/2003.

Pantanir sem berast fyrir hádegi á virkum dögum eru póstlagðar samdægurs. Í flestum tilvikum berast vörur daginn eftir að þær eru pantaðar. Sendingartími út á land er að jafnaði 1-3 dagar. Pantanir sem gerðar eru um helgar eru póstlagðar á mánudegi og ættu í flestum tilvikum að berast á þriðjudegi.

Já, þú getur treyst því. Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarupplýsingar og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Öðrum upplýsingum er safnað án persónuauðkenna. Veiðiflugur hvetja viðskiptavini til að kynna sér persónuverndarstefnu félagsins. Greiðslusíða Valitor tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina vefverslana séu meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila.

Mikil áhersla er lögð á að birgðaupplýsingar séu réttar. Vara er tilbúin til afhendingar nema annað sé tekið fram. Ef vara verður uppseld á milli þess sem pöntun er lögð inn og hún afgreidd er haft samband við viðskiptavin.

Já, það er sjálfsagt mál að skila vörum. Hægt er að skila vöru innan 30 daga frá kaupum. Þú getur valið nýja vöru eða fengið andvirði hennar endurgreitt.

Þú getur valið milli nokkurra greiðsluleiða:

Millifærsla
Þegar þú hefur móttekið pöntunarstaðfestingu frá Veiðiflugum, millifærir þú upphæðina inn á reikning vefverslunar og sendir staðfestingu á [email protected]

Kredit- og debetkort
Færsla fer í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor þar sem fylla þarf út kortanúmer, gildistíma og CVC-öryggisnúmer. Viðskiptavinur þarf að staðfesta kaup með kóða eða í gegnum netbanka.

Netgíró – Pei – Síminn Pey
Þessir valmöguleikar eru öruggir og þægilegir verslunarmátar á netinu. Áður en hægt er að nota greiðsluleiðirnar skráir þú þig sem notenda hjá viðkomandi fyrirtækjum. Þú getur m.a. annars valið að borga með eingreiðslu og færð þá 14 daga til að greiða kröfu eða greiða með raðgreiðslum í 2-36 mánuði.

Upplýsingar um seljanda

Rekstraraðili: Árvík veiðivörur ehf.
Aðsetur: Langholtsvegur 111
Kennitala: 630216-1410
VSK-númer: 123281
Sími: 527-1060
Netfang: [email protected]