Heim • Um okkur

Um okkur

Veiðiflugur er veiðivöruverslun sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á fluguveiðibúnaði.

Verslunin Veiðiflugur

Verslunin hefur verið starfrækt frá árinu 2009 og hefur kappkostað að bjóða upp á gæðavörur á hagstæðu verði. Veiðiflugur er sölu- og dreifingaraðili fjölmargra vandaðra vörumerkja á borð við Loop Tackle, Scott Fly Rods, Fishpond, Guideline, Korkers, Kamasan, Costa del Mar, Loon Outdoors, Stonfo og Patagonia auk margra annarra. Þá flytur verslunin inn sérframleiddar flugur sem hnýttar eru eftir ströngustu gæðakröfum.

Breitt vöruframboð

Í netversluninni Veidiflugur.is má finna allar þær vörur sem veiðimönnum standa til boða. Þar er ótrúlegt úrval af flugum, fluguveiðistöngum, fluguhjólum, flugulínum, veiðifatnaði, vöðlum og vöðluskóm. Þá má þar finna ríkulegt úrval af veiðitöskum, veiðigleraugum, háfum og öðrum fylgihlutum. Hnýtingadeildin hefur stækkað með árunum og bjóða Veiðiflugur nú upp á hnýtingaþvingur, hnýtingaefni, tæki og tól frá fjölmörgum fyrirtækjum.

Hringdu í okkur

Fagleg þjónusta

Í gegnum árin höfum við þjónustað innlenda veiðimenn jafnt sem erlenda, fyrirtæki og aðra aðila tengdum veiðileyfamarkaðinum. Við trúum því að persónuleg og vönduð þjónusta skili sér í ánægðari viðskiptavinum. Því leggjum við allt kapp á að veita úrvals þjónustu og erum reiðubúin að miðla af reynslu. Við hvetjum þig til að leita til okkar hafir þú einhverjar spurningar.  

Sendu okkur skilaboð

Upplýsingar um rekstraaðila

Rekstraraðili: Árvík veiðivörur ehf.
Aðsetur: Langholtsvegur 111
Kennitala: 630216-1410
VSK-númer: 123281
Sími: 527-1060
Netfang: [email protected]