Laxá Zip Vöðlupakki I

Laxá Zip vöðlupakki I inniheldur Laxá Zip öndunarvöðlurnar, renndar 4-laga vöðlur frá Guideline. Framan á þeim er vatnsheldur TIZIP-rennilás sem eykur þægindi við að komast í og úr vöðlunum. Vöðlunum fylgja Laxá 2.0 skór, sem unnt er að fá með hefðbundnum filtsóla eða negldum gúmmíbotni (traction), eða Greenback vöðluskórnir frá Korkers.

75.900kr.

Laxá Zip 2.0 Vöðlur

Laxá Vöðluskór (traction)

Laxá Vöðluskór (filt)

Greenback Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Virkilega álitlegur vöðlupakki með hliðsjón af verði og gæðum. Vöðluskórnir í pakkanum eru Laxá 2.0, sem hægt er að fá með filt- og negldum gúmmísóla, eða Greenback skórnir frá Korkers. Laxá Zip eru rennilásavöðlur sem framleiddar úr 4-laga álagsþolnu nælonefni. Þær eru úr vistvænni efnum og meðhöndlaðar þannig að þær hrindi bæði frá sér vatni og óhreinindum. Saumar þeirra eru lokaðir með því sem nefnist Sidewinder, sem eykur styrk þeirra og um leið hreyfigetu notandans.

Vatnsheldur TIZIP-rennilás er framan á vöðlunum sem býður upp á mikil þægindi við að komast í þær og úr. Tveir stórir brjóstvasar með lóðréttum rennilásum sitja ofarlega á brjóstsvæðinu. Á hliðum eru flísfóðraðir vasar til að verma hendurnar. Vöðlurnar eru með þægilegum axlaböndum. Vöðlubeltið stillanlegt og situr í beltislykkju að aftan. Sandhlífar eru úr álagsþolnu efni með gúmmístyrktri teygju að neðan sem gengur yfir skóna. Sokkarnir eru úr þéttu neophrene efni og eru aðlagaðir að hvorum fæti.

Laxá 2.0 vöðluskórnir eru einkar léttir, slitsterkir og þorna fljótt eftir að á bakkann er komið. Skórnir eru styrktir á hliðum með gúmmíkanti til varnar þegar gengið er yfir óslétt yfirborð og milli hvassra steina. Þeir eru með grófum filtbotni sem er nú ísaumaður til að tryggja lengri endingu. Einnig má fá skónna með negldum gúmmíbotni (traction). Hönnun vöðluskónna sér til þess að einfalt er að fara í þá og úr, en þeir reimast hátt og veita stuðning við ökklana.

Greenback vöðluskónum fylgir grófur filtbotn, en kjósi veiðimenn annarskonar undirlag er auðvelt að skipta sólanum út, s.s. fyrir negldan.  Vöðluskórinn er gerður úr fljótþornandi efnum og í honum eru þar til gerðar rásir í botni til að vatn eigi greiða leið út. Allur frágangur er vandaður og saumar styrktir til aukinnar endingar. Skórnir reimast hátt og veita notandanum góða stuðning og þægindi.

Flottur pakki fyrir þau sem vilja aukin þægindi við veiðar.