Laxá Zip 2.0 Vöðlur

Laxá 2.0 Zip eru renndar öndunarvöðlurnar frá Guideline sem framleiddar eru úr sterku fjögurra laga nælonefni. Vatnsheld filman er úr vistvænum efnum og hrindir frá sér vatni og óhreinindum. Saumar að innanverðu eru lokaðir með tækni sem nefnist Sidewinder, sem eykur endingu og um leið hreyfigetu notandans.

72.900kr.

 • 30 daga skilaréttur
 • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
 • Fjölmargir greiðslumöguleikar
SKOÐA STÆRÐATÖFLU

Laxá 2.0 Zip eru renndar öndunarvöðlurnar frá Guideline sem framleiddar eru úr sterku fjögurra laga nælonefni. Vatnsheld filman er úr vistvænum efnum og hrindir frá sér vatni og óhreinindum. Saumar að innanverðu eru lokaðir með tækni sem nefnist Sidewinder, sem eykur endingu og um leið hreyfigetu notandans.

Framan á vöðlunum er vatnsheldur TIZIP-rennilás sem býður upp á mikil þægindi við að komast í og úr vöðlunum. Ofarlega á bringusvæðinu eru tveir stórir brjóstvasar með lóðréttum rennilásum og möskva að framan. Þar fyrir aftan eru flísfóðraðir vasar til að verma hendurnar.

 • 4-laga öndunarvöðlur með vatnsheldum TIZIP-rennilás
 • Saumar lokaðir með Sidewinder-tækninni.
 • Tveir rúmgóðir brjóstvasar auk fóðrarðra hliðarvasa.
 • Þægileg axlabönd með góðri teygju.
 • Vöðlubeltið er stillanlegt og situr í beltislykkju að aftan.
 • Sandhlífar eru úr álagsþolnu efni með gúmmístyrktri teygju að neðan verðu.
 • Vöðlusokkarnir eru úr þéttu neophrene efni og eru aðlagaðir að vinstri og hægri fæti til aukinna þæginda.
 • Laxá rennilásavöðlurnar fást í 11 mismunandi stærðum, frá XS-XXXL.
 • Litur vaðlanna er grafítgrár með samsvarandi gráum axlarböndum, belti og sokkum.
 • Vantsheldur rennilásinn er að gerðinni Masterseal og er framleiddur af TIZIP.