Kaitum XT Vöðlupakki III

Flottur vöðlupakki sem samanstendur af þriggja laga öndunarvöðlum og þægilegum vöðluskóm frá Guideline. Á Kaitum XT vöðlunum eru fætur saumalausir að innanverðu til að tryggja lengri endingu. Stór fóðraður vasi til að verma hendur situr ofarlega á vöðlunum. Í pakkanum eru Laxá 3.0 vöðluskórnir, sem unnt er að fá með filt- eða gúmmíbotni (traction).

56.900kr.

Kaitum Vöðlur

Laxá 3.0 Vöðluskór (traction)

Laxá 3.0 Vöðluskór (filt)

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Vöðlupakkinn samanstendur af Kaitum XT vöðlum og Laxá 3.0 vöðluskóm frá Guideline. Vöðlurnar eru framleiddar úr slitsterku 3-laga Bluesign-vottuðu nælonefni. Fætur þeirra eru saumalausir að innanverðu til að tryggja lengri endingu. Ofarlega er stór fóðraður vasi til að verma hendur og rúmgóður vasi með rennilás undir veiðidót og flugubox. Að innanverðu er útfellanlegur renndur vasi sem nýtist undir smádót, s.s. síma eða lykla.

Belti og axlarbönd eru framleidd úr teygjanlegu efni og má stilla eftir þörfum notandans. Aftan á vöðlunum er lykkja fyrir vöðlubeltið sem býður upp á tvennskonar staðsetningu. Sokkarnir eru þægilegir og eru sandhlífar með krók sem tryggir að þær haldist kyrfilega yfir vöðluskónum.  Vöðlurnar eru framleiddar með umhverfissjónarmið í huga og er nælonefnið í þeim vottaða með Bluesign®.

Laxá 3.0 vöðluskórnir eru einkar léttir, slitsterkir, þeir þorna fljótt og eru umfram allt þægilegir. Skórnir eru styrktir á hliðum til varnar þegar gengið er yfir hrjúft yfirborð og milli hvassra steina. Skórnir eru með grófum filtbotni sem er nú saumaður í til að tryggja lengri endingu. Einnig má fá skónna með negldum gúmmíbotni (traction). Hönnun þeirra sér til þess að einfalt er að fara í þá og úr, en þeir reimast hátt og veita góðan stuðning.