Kaitum XT Vöðlupakki II

Vöðlupakki sem samanstendur af Kaitum XT vöðlunum frá Guideline og Greenback vöðluskóm frá Korkers. Öndunarvöðlurnar eru framleiddar úr 3-laga Bluesign-vottuðu nælonefni. Fætur þeirra eru saumalausir að innanverðu til að tryggja lengri endingu. Greenback vöðluskórnir eru búnir fjölmörgum eiginleikum, sem lesa má um að neðan.

47.900kr.

Kaitum Vöðlur

Greenback Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Kaitum XT Vöðlupakki II er góður vöðlupakki byrjendur og þá sem stunda veiðiskap hóflega yfir sumarmánuðina. Pakkinn samanstendur af Kaitum XT öndunarvöðlum frá Guideline og Greenback vöðluskóm frá Korkers. Vöðlurnar eru framleiddar úr 3-laga Bluesign-vottuðu efni og eru fætur saumalausir að innanverðu til að tryggja betri endingu. Á vöðlunum er fóðraður vasi til að verma hendur og þar fyrir framan er renndur vasi til að geyma veiðidótið og fluguboxin. Að innan er útfellanlegur renndur vasi sem nýtist t.d. undir símann eða bíllyklana.

Belti og axlarbönd eru framleidd úr teygjanlegu efni og má stilla eftir þörfum. Aftan á vöðlunum er lykkja fyrir vöðlubeltið sem býður upp á tvennskonar staðsetningu. Sokkarnir eru þægilegir og eru sandhlífar með krók sem tryggir að þær haldist kyrfilega yfir vöðluskónum.  Vöðlurnar eru framleiddar með umhverfissjónarmið í huga og er nælonefnið í þeim vottaða með Bluesign®.

Greenback vöðluskórnir eru búnir mörgum kostum. Skónum fylgir grófur filtbotn, en kjósi veiðimenn annarskonar undirlag er auðvelt að skipta sólanum út, s.s. fyrir negldan.  Vöðluskórinn er gerður úr fljótþornandi efnum og í honum eru þar til gerðar rásir í botni til að vatn eigi greiða leið út. Allur frágangur er vandaður og saumar styrktir til aukinnar endingar. Skórnir reimast hátt og veita notandanum góða stuðning og þægindi.

Góður vöðlupakki á hagstæðu verði.