Flottur vöðlupakki frá Guideline á góðu verði. Í pakkanum eru Laxá 2.0 vöðlurnar og val á milli Laxá og Greenback vöðluskónna. Öndunarvöðlurnar eru framleiddar úr 4-laga nælonefni. Þær eru gerðar úr vistvænni efnum og meðhöndlaðar þannig að þær hrindi bæði frá sér vatni og óhreinindum. Sumar eru lokaðir með því sem nefnist Sidewinder, sem eykur styrk þeirra og um leið hreyfigetu notandans.
Tveir stórir renndir brjóstvasar eru á vöðlunum auk tveggja fóðraðra vasa fyrir hendur. Axlarólar eru stillanlegar sem og vöðlubeltið sem gert er úr teygjanlegu næloni. Sandhlífar eru álagsþolnar og með innfelldri teygju til að festa yfir vöðluskó. Sokkar eru úr sterku neophrene efni og eru aðlagaðir að vinstri og hægri fæti til aukinna þæginda.
Laxá 3.0 skórnir eru afar léttir, slitsterkir, þeir þorna fljótt og eru umfram allt þægilegir. Hliðar skónna eru styrktar með gúmmíi til varnar þegar gengið er yfir óslétt yfirborð og milli hvassra steina. Skórnir eru með góðum filtbotni sem er nú saumaður í til að tryggja lengri endingu. Einnig má fá skónna með negldum gúmmíbotni (traction). Hönnun skónna sér til þess að einfalt er að fara í þá og úr, en þeir reimast hátt og veita góðan ökklastuðning. Þeir eru fljótir að þorna og þá er mjög auðvelt að þrífa.
Greenback vöðluskórnir eru búnir mörgum kostum. Skónum fylgir grófur filtbotn, en kjósi veiðimenn annarskonar undirlag er auðvelt að skipta sólanum út, s.s. fyrir negldan. Vöðluskórinn er gerður úr fljótþornandi efnum og í honum eru þar til gerðar rásir í botni til að vatn eigi greiða leið út. Allur frágangur er vandaður og saumar styrktir til aukinnar endingar. Skórnir reimast hátt og veita notandanum góða stuðning og þægindi.