Laerdal W’s Dömuvöðlupakki III

Laerdal vöðlupakki III samanstendur af Laerdal dömuvöðlunum frá Guideline sem eru framleiddar úr slitsterkum nælonefnum og Korkers vöðluskóm, Devils Canyon eða Darkhorse. Þessi pakki hentar sérstaklega þeim sem ganga mikið á veiðislóð, enda skórnir frábærir til göngu og vöðlurnar þægilegar og meðfærilegar.

95.900kr.

Laerdal W's Dömuvöðlur

Darkhorse Vöðluskór (Dömu)

Devils Canyon Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Þetta er sannarlega vandaður pakki sem inniheldur traustar vöðlur og vandaða vöðluskó. Vöðlupakkinn hentar sérstaklega þeim sem ganga mikið á veiðislóð, enda skórnir frábærir til göngu og vöðlurnar þægilegar og meðfærilegar.

Laerdal eru vel útfærðar dömuvöðlur frá Guideline sem hannaðar eru með þarfir veiðikvenna í huga. Þær eru framleiddar úr þriggja laga efni ofan mittis, en álagsþolnu fjögurra laga efni að neðanverðu. Vöðlurnar eru klassískar önundarvöðlur sem þó má breyta í mittisvöðlur á afar einfaldan hátt. Vöðlurnar eru með góðu sniði og sitja tiltölulega hátt yfir bringuna en að auki er mittið stillanlegt, til aukinna þæginda.

Einn stór vasi er framan á vöðlunum sem fellur út þegar hann er opnaður. Þar fyrir aftan er fóðraður rúmgóður vasi til að verma hendur. Þá er á vöðlunum festingar fyrir nauðsynlegustu veiðitólin, s.s. taumaklippur og losunartöng. Sokkarnir eru gerðir úr náttúrulegum gúmmíefnum og mótaðir á þann hátt að þeir krumpist síður þegar farið er í skóna. Sandhlífar eru áfastar og úr samskonar efni, en þær falla vel yfir flesta vöðluskó. Vöðlunum fylgir teygjanlegt belti, en það er má að staðsetja eftir þörfum hverrar og einnar. Vöðlurnar eru fáanlegar bæði í Regular og Queen-stærðum.

Vöðlunum fylgja vandaðir skór frá Korkers, en hægt er að velja á milli Devils Canyon eða Darkhorse dömuskónna. Devils Canyon eru ákaflega léttir vöðluskór sem falla vel að fótunum. Þeir eru með góðan ökklastuðning og eru fljótir að þorna. Sérstakar rásir tryggja að vatn eigi greiða leið úr skónum þegar á bakkann er komið. Hæll og tá eru sérstaklega styrkt en skórinn sjálfur er framleiddur úr mjúku gúmmíefni sem aðlagar sig að fótum notandans.

Darkhorse dömuskórnir eru uppbyggðir á svipaðan hátt og Devils Canyon. Þeir eru umfram þá búnir 3PFS-kerfi, sem eykur þægindi til muna og styður um leið við ökkla og liðbönd. Hællinn er klæddur þar til gerðum stuðningspúðum sem skorða fótinn örugglega. Báðir skórnir eru með M2 Boa® vírakerfi sem gerir reimarnar óþarfar og eykur mjög þægindi við veiðar en ekki síður við að fara í þá og úr. Þá er skórnir með útskiptanlegum OmniTrax-sólum, en þeim fylgir bæði gúmmí- og filtbotn.