Laerdal vöðlupakki I samanstendur af Laerdal vöðlunum, nýjum dömuvöðlum frá Guideline sem framleiddar úr þriggja og fjögurra laga nælonefnum. Þeim fylgja Laxá 3.0 skór, sem unnt er að fá með tvennskonar undirlagi. Vöðlurnar uppfylla allar þarfir um þægindi og hreyfanleika enda efnisval og snið úthugsað. Tilvalin kaup fyrir þær sem eru að byrja jafnt sem lengra komnar í veiðinni.
Laerdal eru flottar dömuvöðlur frá Guideline sem hannaðar eru með þarfir veiðikvenna í huga. Vöðlurnar eru tvískiptar, þ.e. framleiddar úr fjögurra laga álagsþolnu efni að neðan, en léttara þriggja laga efni ofan mittis. Í reynd eru þær hefðbundnar önundarvöðlur sem þó má breyta í mittisvöðlur á afar auðveldan hátt. Vöðlurnar eru með kvensniði og sitja fremur hátt yfir bringuna auk þess sem mittið er stillanlegt, þannig að þægindi verði sem mest.
Stór vasi er framan á vöðlunum sem fellur út þegar hann er opnaður. Þar fyrir aftan er fóðraður opinn vasi til að verma hendur. Þá er á vöðlunum innbyggðar festingar fyrir ýmis veiðitól, s.s. taumaklippur og losunartöng. Vöðlusokkarnir eru framleiddir úr náttúrulegum gúmmíefnum og mótaðir þannig að þeir krumpist síður. Sandhlífar úr samskonar efni eru áfastar, en þær falla vel yfir flesta alla vöðluskó. Teygjanlegt nælonbelti fylgir, en það er hægt að staðsetja eftir þörfum notandans. Vöðlurnar fást bæði í Regular og Queen-stærðum.
Laxá 3.0 vöðluskórnir eru uppfærð útgáfa af vinsælustu skónum frá Guideline. Þeir eru einkar léttir, álagsþolnir, þorna fljótt og eru umfram allt þægilegir. Skórnir eru styrktir með gúmmíi á hliðum til varnar þegar gengið er yfir óslétt yfirborð og milli hvassra steina. Þeir eru með góðum filtbotni sem er nú saumaður í til að tryggja betri endingu. Skóna má einnig fá með negldum gúmmíbotni (traction). Hönnun þeirra sér til þess að einfalt er að fara í þá og úr, en þeir reimast hátt og veita góðan stuðning.