Laxá Mittisvöðlupakki III

Góður mittisvöðlupakki með vönduðum vöðluskóm sem henta til mikillar notkunar. Vöðlurnar eru framleiddar úr vönduðu þriggja laga nælonefni. Þær eru slitsterkar, með góðri vatnsvörn og hrinda um leið frá sér óhreinindum.

85.900kr.

Laxá mittisvöðlur

River Ops BOA Vöðluskór

HD Vibram Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Mittisvöðlupakki sem samanstendur af Laxá vöðlunum frá Guideline sem framleiddar eru úr þriggja laga nælonefni og vönduðum vöðluskóm frá Korkers eða Guideline. Vöðlurnar eru slitsterkar, með góðri vatnsvörn og hrinda um leið frá sér óhreinindum. Snið vaðlanna er úthugsað, hannað þannig að þær sitji sem best á notandanum. Bæði belti og mitti er teygjanlegt til auð auka þægindi og hreyfigetu. Mittisvöðlurnar eru með tvo vasa að framan með vatnsheldum rennilásum. D-lykkja er á beltinu sem hugsuð er undir taumaklippur og eða losunartöng. Þá eru á vöðlunum rennd buxnaklauf sem auðveldar veiðimönnum að fara í þær og úr. Sandhlífarnar og sokkarnir eru framleiddar úr sterku neoprene-efni sem tryggir betri endingu.

River Ops BOA eru án nokkurs vafa tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru hannaðir til notkunar við erfiðustu veiðiaðstæður. Vegna aukinnar hæðar, þykkari bólstrunar og mikils stífleika í efninu hafa skórnir aukinn stöðugleika sem hjálpar þegar vaðið er á grófum árbotni og í ójöfnu landslagi.