River Ops BOA Vöðluskór

River Ops BOA eru tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar.

56.995kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

River Ops BOA eru tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Einstök ending River Ops BOA skónna næst fram með nýrri tækni sem kallast Exo-Tec™. Skórnir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur eru þeir mótaðir í framleiðsluferlinu án þess að saumar komi nærri. Efnislög eru samsett með hinni nýju bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp. En þrátt fyrir að skórinn þoli mikið slit, s.s. vegna grjóts eða kletta, er hann ákaflega sveigjanlegur og hegðar sér eins og hver annar íþróttaskór.

Hæll vöðluskónna er fóðraður og veitir framúrskarandi stuðning við ökkla sem dregur úr líkum á misstigi. River Ops BOA eru búnir innra frárennsliskerfi sem gerir það að verkum að vatn á greiða leið úr skónum. Þeir haldast því ávallt léttir þegar á árbakkann er komið. Þá eru skórnir búnir hinu frábæra BOA-vírakerfi, sem kemur í stað hefðbundinna reima. Kerfið hefur á síðustu árum sannað ágæti sitt í öðrum skóm frá Korkers og ekki annað hægt að segja en að reynslan sé virkilega góð. Líkt og aðrir skór frá Korkers eru River Ops BOA búnir OmniTrax-sólakerfinu. Þeim fylgir tvær gerðir af Vibram® gúmmísólum, annarsvegar negldum og hinsvegar ónegldum.

 

  • Útskiptanlegir botnar – Einstakt OmniTrax® sólakerfi
  • Stillanlegir eftir þörfum – Traust BOA® vírakerfi í stað reima
  • Lengri endingExo-Tec™ tækni sem veitir 360° sveigjanlega vörn
  • Fljótþornandi – Vatnsfælin efni stytta þurrktíma
  • Innra frárennsli – Vatn flæðir út um rásir í botninum
  • Einstök þægindi – EVA-millisóli fyrir aukin þægindi og stuðning
  • Alvöru ökklastuðningur – Hælpúði fyrir meiri stöðugleika
  • Tvennskonar undirlag – Negldir og ónegldir Vibram® gúmmísólar fylgja
  • Lengri ábyrgð – Tveggja ára aukin ábyrgð frá kaupdegi

 

Korkers hefur í yfir 50 ár hannað og þróað skóbúnað fyrir útivistarfólk. Korkers framleiðir nokkrar gerðir af vöðluskóm sem allar eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hentugar, þægilegar og öruggar. Allir skór frá Korkers koma með einkaleyfisvörðum búnaði sem nefnist OmniTrax og byggir á þeirri hugmyndafræði að nota sama búnað í mismunandi aðstæðum. Með OmniTrax má skipta út sóla/botni vöðluskónna eftir því hvar er veitt og hvernig undirlagið er.