Darkhorse Vöðluskór

35.995kr.

Darkhorse vöðluskórnir frá Korkers eru virkilega vandaðir, búnir M2 Boa® vírakerfi í stað hefðbundinna reima. Sólar eru útskiptanlegir, en kaupunum fylgir bæði filtbotn og gúmmíbotn. Táin er sérstaklega styrkt til að auka öryggi notandans, en ekki síður til að bæta endingu.

Vöðluskórnir eru búnir sérstöku 3PFS-kerfi, sem eykur þægindi til muna og styður um leið við ökkla og liðbönd. Hællinn er klæddur þar til gerðum stuðningspúðum sem skorða fótinn örugglega. Eins og aðrir Korkers skór eru Darkhorse með skilvirku frárennsli sem sér til þess að skórinn losi sig greiðlega við vatn þegar á bakkann er komið.

Smelltu á Play-hnappinn til að kynna þér kosti Darkhorse vöðluskónna betur.

FRÍ HEIMSENDING

Hreinsa val
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: FB4710 Vöruflokkur: Flokkar: ,