Terror Ridge er flottur vöðluskór frá Korkers, framleiddur úr vatnsfráhrindandi efnum sem eru ákaflega slitsterk og endingargóð. Skórinn er búinn einstöku kerfi sem skorðar fótinn örugglega og veitir góðan ökklastuðning. Búnaðurinn nýtist sérlega vel í krefjandi landslagi, s.s. þegar farið er um brattlendi eða grýttar ár.
Frárennsli skónna er hannað þannig að vatn eigi greiða leið út, til að tryggja að skórinn sé eins léttur og mögulegt er þegar komið er í land. Terror Ridge eru búnir hefðbundnum reimum og OmniTrax-sólakerfi, en þeim fylgir bæði gúmmí- og filtbotn. Aukalega er hægt að fá neglda sóla, s.s. filt og vibram.
Korkers hefur í yfir 50 ár hannað og þróað skóbúnað fyrir útivistarfólk. Korkers framleiðir nokkrar gerðir af vöðluskóm sem allar eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hentugar, þægilegar og öruggar. Allir skór frá Korkers koma með einkaleyfisvörðum búnaði sem nefnist OmniTrax og byggir á þeirri hugmyndafræði að nota sama búnað í mismunandi aðstæðum. Með OmniTrax má skipta út sóla/botni vöðluskónna eftir því hvar er veitt og hvernig undirlagið er.