Laxá Mittisvöðlupakki I

Sniðugur pakki fyrir þau sem sjaldnast þurfa að vaða djúpt. Pakkinn inniheldur Laxá mittisvöðlur frá Guideline og val er um Laxá eða Greenback vöðluskó. Vöðlurnar eru framleiddar úr vönduðu þriggja laga nælonefni. Þær eru slitsterkar, með góðri vatnsvörn og hrinda um leið frá sér óhreinindum.

69.900kr.

Laxá mittisvöðlur

Laxá Vöðluskór (traction)

Laxá Vöðluskór (filt)

Greenback Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Þessi vöðlupakki samanstendur af flottum mittisvöðlum frá Guideline sem framleiddar eru úr þriggja laga nælonefni og góðum vöðluskóm. Vöðlurnar eru slitsterkar, með góðri vatnsvörn og hrinda um leið frá sér óhreinindum. Snið vaðlanna er úthugsað, hannað þannig að þær sitji sem best á notandanum. Bæði belti og mitti er teygjanlegt til auð auka þægindi og hreyfigetu. Mittisvöðlurnar eru með tvo vasa að framan með vatnsheldum rennilásum. D-lykkja er á beltinu sem hugsuð er undir taumaklippur og eða losunartöng. Þá eru á vöðlunum rennd buxnaklauf sem auðveldar veiðimönnum að fara í þær og úr. Sandhlífarnar og sokkarnir eru framleiddar úr sterku neoprene-efni sem tryggir betri endingu.

Laxá 2.0 skórnir er uppfærð útáfa af vinsælustu vöðluskónum frá Guideline. Þeir eru afar léttir, slitsterkir, þeir þorna fljótt og eru umfram allt þægilegir. Hliðar skónna eru styrktar með gúmmíi til varnar þegar gengið er yfir óslétt yfirborð og milli hvassra steina. Skórnir eru með filtbotni en fást einnig með negldum gúmmíbotni (traction). Hönnun skónna sér til þess að einfalt er að fara í þá og úr, en þeir reimast hátt og veita góðan ökklastuðning. Þeir eru fljótir að þorna og þá er mjög auðvelt að þrífa.

Greenback vöðluskórnir frá Korkers eru með útskiptanlegum sólum, en kaupunum fylgir stöðugur filtbotn. Aukalega er hægt að fá gúmmísóla, neglda filtsóla eða neglda vibram. Vöðluskórnir eru framleiddir úr fljótþornandi efnum og eru með sérstakar rásir í botni til að vatn eigi greiða leið úr skónum. Frágangur er vandaður og saumar styrktir til að auka endingu. Skórnir reimast hátt upp á ökklann og veita notandanum góða stuðning og þægindi.