Kaitum XT Vöðlupakki I

Ákjósanlegur vöðlupakki fyrir þau sem eru að byrja í stangaveiðinni. Vöðlurnar eru framleiddar úr 3-laga Bluesign-vottuðu nælonefni og eru fætur saumalausir að innanverðu til að tryggja langa notkun. Kaitum vöðluskórnir eru með grófum filtsóla og eru styrktir á tá og hæl. Þeir opnast vel svo auðvelt er að fara í þá og úr.

45.900kr.

Kaitum XT Vöðlur

Kaitum Vöðluskór (filt)

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Kaitum XT Vöðlupakki I er hagkvæmur vöðlupakki frá Guideline. Hann hentar vel byrjendum og þeim sem stunda veiðiskap tiltölulega hóflega. Vöðlurnar eru framleiddar úr 3-laga Bluesign-vottuðu nælonefni og eru fætur saumalausir að innanverðu til að tryggja lengri endingu. Á vöðlunum er fóðraður vasi til að verma hendur og þar fyrir framan er renndur vasi til að geyma veiðidótið og fluguboxin. Að innan er útfellanlegur renndur vasi sem nýtist t.d. undir símann eða bíllyklana.

Belti og axlarbönd eru framleidd úr teygjanlegu efni og má stilla eftir þörfum. Aftan á vöðlunum er lykkja fyrir vöðlubeltið sem býður upp á tvennskonar staðsetningu. Sokkarnir eru þægilegir og eru sandhlífar með krók sem tryggir að þær haldist kyrfilega yfir vöðluskónum.  Vöðlurnar eru framleiddar með umhverfissjónarmið í huga og er nælonefnið í þeim vottaða með Bluesign®.

Kaitum eru léttir vöðluskór frá Guideline sem framleiddir úr nælonefni sem dregur ekki í sig vatn og haldast því ávallt léttir. Skórnir eru með filtsóla og eru sérstaklega styrktir á tá og hæl. Skórnir opnast vel svo auðvelt er að fara í þá og úr.