Laxá Zip Vöðlupakki III

Laxá Zip vöðlupakki III er virkilega flottur og samanstendur af Laxá Zip öndunarvöðlum og HD Vibram vöðluskóm frá Guideline eða River Ops Boa frá Korkers. Pakkinn hentar öllum þeim sem kjósa áreiðanlegan veiðibúnað og sérstaklega þeim sem ganga mikið á veiðislóð. Vöðlurnar eru renndar með TIZIP-rennilás sem er fyrst og fremst til aukinna þæginda.

94.900kr.

Laxá Zip 2.0 Vöðlur

River Ops BOA Vöðluskór

HD Vibram Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Viðskiptavinir geta valið á milli tveggja vöðluskóa í þessum frábæra pakka. Annarsvegar HD Vibram frá Guideline og hinsvegar River Ops Boa frá Korkers. Í pakkanum eru Laxá Zip rennilásavöðlurnar sem framleiddar eru úr 4-laga álagsþolnu nælonefni. Filma þeirra er úr vistvænni efnum og meðhöndlaðar þannig að þær hrindi frá sér vatni og óhreinindum. Saumar þeirra eru lokaðir með því sem nefnist Sidewinder, en tæknin eykur styrk vaðlanna og hreyfigetu notandans.

Vatnsheldur TIZIP-rennilás er framan á vöðlunum, en hann býður upp á mikil þægindi við að komast í og úr vöðlunum. Tveir stórir brjóstvasar með lóðréttum rennilásum sitja ofarlega á brjóstsvæðinu. Á hliðum eru flísfóðraðir vasar til að verma hendurnar. Vöðlurnar eru með stillanlegum axlaböndum. Vöðlubeltið er teygjanlegt og situr í beltislykkju að aftan. Sandhlífar eru úr álagsþolnu efni með gúmmístyrktri teygju að neðan sem rennur yfir skóna. Sokkarnir eru úr þéttu neophrene efni og eru aðlagaðir að hvorum fæti.

River Ops BOA eru án nokkurs vafa tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru hannaðir til notkunar við erfiðustu veiðiaðstæður. Vegna aukinnar hæðar, þykkari bólstrunar og mikils stífleika í efninu hafa skórnir aukinn stöðugleika sem hjálpar þegar vaðið er á grófum árbotni og í ójöfnu landslagi.

Afar vandaður vöðlupakki fyrir alla veiðimenn.