Patagonia Swiftcurrent Expedition Vöðlupakki I

Frábær vöðlupakki sem samanstendur af Swiftcurrent Expedition vöðlum frá Patagonia og Korkers vöðluskóm með útskiptanlegum botnum. Vöðlurnar eru gerðar úr þriggja- og fjögurra laga vatnsheldu öndunarefni sem nefnist H2No®, en það hefur Patagonia þróað undanfarinn áratug. Efnið er nú slitsterkara og þjálla en áður sem gerir vöðlurnar einkar endingargóðar og um leið þægilegar.

141.900kr.

Patagonia Swiftcurrent Expedition Vöðlur

Darkhorse Vöðluskór

Devils Canyon Vöðluskór

Terror Ridge Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Swiftcurrent Expedition eru glæsilegar vöðlur frá Patagonia sem framleiddar eru úr þriggja- og fjögurra laga öndunarefni sem nefnist H2No®. Patagonia hefur prófað og þróað efnið undanfarinn áratug og er það nú slitsterkara og þjálla en áður. Breytingin tryggir aukin þægindi og lengri endingu.

Swiftcurrent Expedition eru styrktar í klofi og á skálmum svo veiðimenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af saumum þegar gengið er um brattlendi eða í öðrum krefjandi aðstæðum. Þá eru vöðlusokkarnir hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga. Á hnjám vaðlanna eru hnépúðar til aukinna þæginda þegar kropið er. Vöðlunum fylgir teygjanlegt belti.

Framan á vöðlunum er stór renndur vasi fyrir miðju með vatnsvörðum rennilás. Á hvorri hlið eru renndir fóðraðir vasar til að verma hendur. Að innanverðu er tvöfaldur vatnsheldur poki sem velta má fram, hann er ætlaður undir síma og bíllykla. Axlarbönd eru stillt með einu handtaki og má færa efri hlutann frá bringu að mitti. Sú hönnun er einkennismerki Patagonia sem oft getur komið sér vel, sérstaklega á góðviðrisdögum þegar heilar vöðlur eru óþarfar. Vöðlurnar má m.ö.o. nota á hefðbundinn hátt en einnig sem mittisvöðlur.

Vöðlunum fylgja vandaðir vöðluskór frá Korkers, en hægt er að velja á milli Devils Canyon, Darkhorse og Terror Ridge skónna. Devils Canyon eru ákaflega léttir vöðluskór sem falla vel að fótunum. Þeir eru með góðan ökklastuðning, þeir eru fljótir að þorna en sérstakar rásir tryggja að vatn eigi greiða leið úr skónum þegar á bakkann er komið. Hæll og tá eru sérstaklega styrkt en skórinn sjálfur er framleiddur úr mjúku gúmmíefni sem aðlagar sig að fótum notenda.

Darkhorse skórinir eru uppbyggðir á svipaðan hátt og Devils Canyon. Þeir eru þó búnir sérstöku 3PFS-kerfi, sem eykur þægindi til muna og styður um leið við ökkla og liðbönd. Hællinn er klæddur þar til gerðum stuðningspúðum sem skorða fótinn örugglega. Báðir skórnir eru með M2 Boa® vírakerfi sem gerir reimarnar óþarfar og eykur mjög þægindi við veiðar en ekki síður við að fara í þá og úr. Þá er skórnir með útskiptanlegum OmniTrax-sólum, en þeim fylgir bæði gúmmí- og filtbotn.

Terror Ridge er framleiddur úr vatnsfráhrindandi efnum sem eru ákaflega slitsterk og endingargóð. Skórinn er búinn einstöku kerfi sem skorðar fótinn örugglega og veitir góðan ökklastuðning. Búnaðurinn nýtist sérlega vel í krefjandi landslagi, s.s. þegar farið er um brattlendi eða grýttar ár. Frárennsli skónna er hannað þannig að vatn eigi greiða leið út, til að tryggja að skórinn sé eins léttur og mögulegt er þegar komið er í land. Terror Ridge eru búnir hefðbundnum reimum.

Patagonia Swiftcurrent vöðlupakkinn er einkar vandaður og kjörinn fyrir þá sem verja mörgum dögum á ári við veiðar.