Alta NGx Sonic Zip Vöðlupakki III

Virkilega vandaður vöðlupakki sem samanstendur af Alta NGx Sonic Zip öndunarvöðlum frá Guideline og River Ops Boa vöðluskóm frá Korkers. Á vöðlunum er vatnsheldur rennilás frá TiZip, sem auðveldar notandanum að komast í þær og úr.

142.900kr.

Alta NGx Sonic Zip Vöðlur

River Ops BOA Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Alta NGx Sonic Zip Vöðlupakki III samanstendur af River Ops Boa vöðluskónum frá Korkers og Alta NGx Sonic Zip, sem eru bestu öndunarvöðlurnar Guideline. Þær eru framleiddar með ultrasonic suðutækni og eru með frábæra vatnsheldni og fyrsta flokks öndun. Þrátt fyrir að slitsterk efni séu notuð í vöðlurnar eru þær sveigjanlegar og með framúrskarandi hreyfanleika. Á vöðlunum eru tveir vatnsvarðir brjóstvasar sem rúma fluguboxin. Þar fyrir framan eru sérstakar geymslur sem hugsaðar eru undir taumaklippur, losunartöng og aðra smáhluti. Á hliðum eru renndir flísfóðraðir vasar til að verma hendur eða til að geyma aukadót.

Snið vaðlanna er rúmgott á þeim stöðum sem þess er þörf, s.s. við bak og á hnjám. Það er gert til að forðast viðnám og þannig auka endingu. Fyrir aukin þægindi eru vöðlurnar búnar seglum á axlarböndum svo unnt er að breyta þeim í mittisvöðlur á einfaldan hátt. Efri hluta vaðlanna má þrengja og víkka, allt eftir því hvort hlýtt eða kalt er í veðri. Á þeim er vatnsheldur rennilás frá TiZip, sem auðveldar notandanum að komast í og úr vöðlunum.

River Ops BOA eru tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Einstök ending River Ops BOA skónna næst fram með nýrri tækni sem kallast Exo-Tec™. Skórnir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur eru þeir mótaðir í framleiðsluferlinu án þess að saumar komi nærri. Efnislög eru samsett með hinni nýju bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp. En þrátt fyrir að skórinn þoli mikið slit, s.s. vegna grjóts eða kletta, er hann ákaflega sveigjanlegur og hegðar sér eins og hver annar íþróttaskór.