Patagonia Swiftcurrent Mittisvöðlupakki III

Virkilega vandaður mittisvöðlupakki sem sameinar öflugar vöðlur og vöðluskó. Hann inniheldur Swiftcurrent vöðlurnar frá Patagonia og Foot Tractor vöðlsukóna sem framleiddir eru af Danner í samstarfi við Patagonia. Vöðlurnar eru gerðar úr 100% endurunnum efnum sem státa af góðri öndunarfilmu sem nefnist H2No®.

143.900kr.

Patagonia Swiftcurrent Mittisvöðlur

Patagonia Foot Tractor Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Virkilega vandaður mittisvöðlupakki sem sameinar öflugar vöðlur og vöðluskó. Hann inniheldur Swiftcurrent vöðlurnar frá Patagonia og Foot Tractor vöðlsukóna sem framleiddir eru af Danner í samstarfi við Patagonia. Vöðlurnar eru gerðar úr 100% endurunnum efnum sem státa af góðri öndunarfilmu sem nefnist H2No®.

Swiftcurrent eru virkilega vandaðar mittisvöðlur frá Patagonia. Þær eru gerðar úr 100% endurunnum efnum sem státa af góðri öndunarfilmu sem nefnist H2No®. Vöðlurnar eru einsauma (e. single-seam) sem tryggir lengri endingu, eykur hreyfigetu og þægindi. Mittið er með góðri teygju en auð auki fylgir vöðlunum gott teygjubelti. Að framan eru tveir rúmgóðir vasar fyrir hendur, eða undir fluguboxin. Sandhlífar eru einnig með teygju sem tryggir að þær haldist kyrfilega yfir vöðluskónum. Vöðlusokkarnir eru sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga.

Foot Tractor vöðluskórnir frá Patagonia eru einhverjir þeir öflugustu sem völ er á. Þeir veita fyrirtaks stuðning og vernd við veiðar. Skórnir eru með neglanlegum Vibram® gúmmísóla sem veitir mikið grip. Vöðluskórnir eru hannaðir og framleiddir í samstarfi með Danner® og eru þeir handsaumaðir í Portland í Bandaríkjunum. Vöðlukórnir eru gerðir úr leðri (e. Full-Grain Leather) sem er einstaklega endingargott. Reimarnar eru þræddar í gegnum augu yfir ristina, en að ofanverðu eru þær kræktar. Afar þægilegt er að fara í og úr skónum, hvort sem þeir eru blautir eða þurrir. Skórnir eru með innbyggðu frárennsliskerfi svo þeir þorna fljótt þegar á bakkann er komið.