Patagonia Swiftcurrent Mittisvöðlur

Swiftcurrent eru virkilega vandaðar mittisvöðlur frá Patagonia. Þær eru gerðar úr 100% endurunnum efnum sem státa af góðri öndunarfilmu sem nefnist H2No®. Vöðlurnar eru einsauma (e. Single-seam) sem tryggir lengri endingu, eykur hreyfigetu og þægindi. Mittið er með góðri teygju en auð auki fylgir vöðlunum gott teygjubelti.

79.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar
SKOÐA STÆRÐATÖFLU

Swiftcurrent eru virkilega vandaðar mittisvöðlur frá Patagonia. Þær eru gerðar úr 100% endurunnum efnum sem státa af góðri öndunarfilmu sem nefnist H2No®. Vöðlurnar eru einsauma (e. Single-seam) sem tryggir lengri endingu, eykur hreyfigetu og þægindi. Mittið er með góðri teygju en auð auki fylgir vöðlunum gott teygjubelti. Að framan eru tveir rúmgóðir vasar fyrir hendur, eða undir fluguboxin. Sandhlífar eru einnig með teygju sem tryggir að þær haldist kyrfilega yfir vöðluskónum.

Vöðlusokkarnir eru sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga.