Patagonia Swiftcurrent Expedition Zip-Front Vöðlur

Swiftcurrent Expedition Zip eru nýjar og glæsilegar rennilásavöðlur frá Patagonia. Þær eru framleiddar úr þriggja- og fjögurra laga öndunarefni sem er að fullu vatnshelt og nefnist H2No®, en það hefur Patagonia prófað og þróað undanfarinn áratug. Efnið er orðið slitsterkara og þjálla en áður sem gerir vöðlurnar einkar endingargóðar og um leið afar þægilegar.

134.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar
SKOÐA STÆRÐATÖFLU

Swiftcurrent Expedition Zip eru nýjar og glæsilegar rennilásavöðlur frá Patagonia. Þær eru framleiddar úr þriggja- og fjögurra laga öndunarefni sem er að fullu vatnshelt og nefnist H2No®, en það hefur Patagonia prófað og þróað undanfarinn áratug. Efnið er orðið slitsterkara og þjálla en áður sem gerir vöðlurnar einkar endingargóðar og um leið afar þægilegar.

Swiftcurrent Expedition Zip eru sérstaklega styrktar í klofi og skálmum svo veiðimenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af saumum þegar gengið er um brattlendi eða í öðrum krefjandi aðstæðum. Þá eru vöðlusokkarnir sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga. Á hnjám vaðlanna eru hnépúðar til aukinna þæginda þegar kropið er. Vöðlunum fylgir teygjanlegt belti.

Vöðlurnar eru renndar með níðsterkum YKK-rennilás sem er 100% vatnsheldur og stenst álagið við mikla notkun. Hæð vaðlanna má stilla með einföldum hætti, t.d. má færa þær neðar á heitum sumardögum. Tveir rúmgóðir vasar eru utan á vöðlunum, báðir með vatnsvörðum rennilásum. Á hliðum eru fóðraðir vasar fyrir kaldar hendur. Vöðlubeltið er ú teygjanlegu efni sem situr í slíðrum, til varnar því að beltið færist úr skorðum. Að innanverðu er tvöfaldur vatnsheldur poki sem velta má fram, og er ætlaður undir síma og bíllykla. Í þeim rúmast einnig flugubox eða ýmiss veiðitól.

Patagonia stígur sífellt fleiri skref í átt að sjálfbærari framleiðslu, enda fyrirtækið víðast hvar verið leiðandi afl í umhverfismálum. Í Swiftcurrent vöðlunum eru a.m.k. 70% efnisins endurunnið, sem kemur síst niður á gæðum og endingu.