Veiðistangir við allra hæfi má finna í verslun Veiðiflugna sem býður úrval af hágæða stöngum frá þekktum stangaframleiðendum. Veiðiflugur er dreifingaraðili fjölmargra vörumerkja á sviði stangaveiði, s.s. Loop, Scott, Fishpond, Korkers, Hatch, Nautilus, Costa og margra annarra. Verslunin leggur höfuðáherslu á fluguveiði og býður ótal gerðir af flugustöngum, hjólum og línum ásamt fatnaði og fylgihlutum. Ef þú ert að leita þér af góðri veiðistöng skaltu líta við á Langholsveg 111, eða í netverslunina Veidiflugur.is

Einhendur

-40%

Switch-stangir

Tvíhendur

-50%
203.900kr. 101.950kr.

Hvernig á að velja sér veiðistangir?

Það er mikilvægt að velja sér veiðistangir við hæfi, hvort sem veiða á lax eða silung, í stöðuvötnum eða ám. Ákvarða þarf hvort stöngin skuli notuð til að kasta flugum eða öðru agni. Þar til gerðar flugustangir eru eingöngu ætlaðar til fiskveiða með flugu, á meðan kaststangir má nota fyrir spúna og beitu. Þá skiptir lengd veiðistanga máli, en lengd þeirra ræðst jafnan af stærð þess vatnasvæðis sem stöngin er notuð við. Þannig má segja að stuttar stangir henti frekar til smærri vatnasvæða á meðan langar stangir eru heppilegri fyrir stórar ár. Hafa þarf í huga hvað bráð skal veidd því jafnan þarf öflugri stangir í stærri fiska en þá minni. Ekki má heldur gleyma því að upplifun veiðimannsins verður eðli málsins betri þegar veitt er á nettari stangir í smærri fiski eða litlum ám.

Hvernig veiðistangir eru fáanlegar?

Til eru fjölmargar gerðir af veiðistöngum sem henta við ólíkar aðstæður. Sjóstangir eru hannaðar til veiða í söltu vatni á meðan dorgstangir eru notaðar til fiskveiða í gegnum ís. Þegar talað er um veiðistangir er alla jafnan verið að vísa til tveggja gerða, þ.e. kaststanga og flugustanga. En hver er munurinn á þessum tveimur gerðum? Í sinni einföldustu mynd er muninum best líst með ólíkri kastþyngd og þar með kasttækni. Þegar veitt er með kaststöng er það spúnninn, sakkan eða flotholtið sem er kastþyngdin og er forsenda þess að agnið komist út til fisksins. Sú þyngd er dreifð á 5-10 cm sem gerir köstin mjög einföld og áreynslulaus. Allar kaststangir eru hannaðar fyrir ákveðna beituþyngd til þess að stöngin sé hlaðin á sem skilvirkastan hátt, þ.e. til þess að hægt sé að kasta langt án erfiðleika.

Flugustangir virka á annan hátt enda er kastþyngdin ekki bundin við fluguna sjálfa heldur línuna. Sérhver flugulína hefur tiltekna eiginþyngd (mæld í grömmum) sem notuð er til þess að hlaða stöngina og koma flugunni fyrir fisk. Kastþyngd flestra flugulína í dag er dreifð yfir þann hluta línunnar sem nefnist haus. Þannig má ímynda sér að línuhausinn sé spúnn eða sakka þegar veitt er með flugustöng. Hausinn er þykkasti hluti flugulínunnar og virkar líkt og spúnn, þ.e. sá hluti búnaðarins sem notaður er til þess að skjóta agninu til fisksins.

Þegar flugu er kastað er það flugulínan sem drífur agnið út.

Kaststangir virka á annan hátt, en þar er agnið kastþyngdin.

Beituþyngd og línuþyngd

Beituþyngd kaststanga er jafnan gefin upp í grömmum. Þannig er kaststöng sem merkt er 5-10 gr. fremur fíngerð og er henni ætlað að kasta léttri beitu, t.d. litlum spúnum sem vega á bilinu 5-10 grömm. Slík stöng er tilvalin í minni silung, í ár og vötn þar sem ekki þarf að kasta langt út til fisksins. Stöng sem gerð er fyrir 40-60 gr. er eðli málsins samkvæmt mun öflugri enda getur hún kastað meiri þyngd. Þesskonar stöng hentar frekar í stærri fisk, s.s. lax eða stóran silung, en eins þar sem fiskur liggur langt frá landi. Yfirleitt er afl kaststanga í beinu hlutfalli við þá kastþyngd sem stöngin er gefin upp fyrir.

Flugustangir eru sömuleiðis gefnar upp fyrir ákveðna þyngd, en í stað þess að tala um beituþyngd er talað um línuþyngd. Til einföldunar eru flugustangir sagðar vera í tiltekinni línuþyngd sem gefin er frá #0 upp í #12. Þannig er afl stangar í línuþyngd #3 mun minna en flugustangar í línuþyngd #8. Hver línuþyngd gefur vísbendingu um raunverulega þyngd línunnar. Sem dæmi mun stöng fyrir línu #7 þurfa flugulínu sem er á bilinu 15-18 grömm. Einhendur sem eru í línuþyngdum #0 – #6 er heppilegar í silungsveiði, en flugustangir í línuþyngdum #7 og uppúr eru heppilegri í laxveiði eða aðra sambærilega fiska.

Lengd og afl veiðistanga

Lengd veiðistanga er jafnan mæld frá skafti að stangartopp og er ýmist gefin upp í metrum eða fetum. Kaststangir eru gjarnan mældar í sentímetrum eða metrum á meðan flugustangir er nær alltaf mældar í fetum. Almennt má segja að stutt veiðistöng sé tilvalin í styttri köst, á meðan þær lengri henti betur til langra kasta.

Afl veiðistanga ræðst í grunninn af þremur þáttum: Í frysta lagi eru veiðistangir með hærri línu- eða beituþyngd öflugri en þær sem eru í lægri þyngdum. Í öðru lagi skiptir efnisvalið máli því ólík efni haga sér á misjafnan hátt. Þannig eru stangir í glertrefjum (e. fiberglass) mun mýkri og almennt aflminni en stangir úr koltrefjum (e. carbon fiber). Þá skiptir hönnun stanganna miklu máli, en stangir geta verið framleiddar vísvitandi stífar eða mjúkar. Í flugustöngum er jafnan talað um hraða í því sambandi, þannig eru stífari stangir flokkaðar sem hraðar á meðan mýkri stangir eru sagðar hægar.

Stangarpakkar