Beituþyngd og línuþyngd
Beituþyngd kaststanga er jafnan gefin upp í grömmum. Þannig er kaststöng sem merkt er 5-10 gr. fremur fíngerð og er henni ætlað að kasta léttri beitu, t.d. litlum spúnum sem vega á bilinu 5-10 grömm. Slík stöng er tilvalin í minni silung, í ár og vötn þar sem ekki þarf að kasta langt út til fisksins. Stöng sem gerð er fyrir 40-60 gr. er eðli málsins samkvæmt mun öflugri enda getur hún kastað meiri þyngd. Þesskonar stöng hentar frekar í stærri fisk, s.s. lax eða stóran silung, en eins þar sem fiskur liggur langt frá landi. Yfirleitt er afl kaststanga í beinu hlutfalli við þá kastþyngd sem stöngin er gefin upp fyrir.
Flugustangir eru sömuleiðis gefnar upp fyrir ákveðna þyngd, en í stað þess að tala um beituþyngd er talað um línuþyngd. Til einföldunar eru flugustangir sagðar vera í tiltekinni línuþyngd sem gefin er frá #0 upp í #12. Þannig er afl stangar í línuþyngd #3 mun minna en flugustangar í línuþyngd #8. Hver línuþyngd gefur vísbendingu um raunverulega þyngd línunnar. Sem dæmi mun stöng fyrir línu #7 þurfa flugulínu sem er á bilinu 15-18 grömm. Einhendur sem eru í línuþyngdum #0 – #6 er heppilegar í silungsveiði, en flugustangir í línuþyngdum #7 og uppúr eru heppilegri í laxveiði eða aðra sambærilega fiska.