Loop ZT 12,2′ #6

> Mjúk en öflug tvíhenda
> Kjörin við viðkvæmar aðstæður
> Hentar í lax- og silungsveiði
> Virkilega skemmtileg í fiski

175.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop ZT tvíhendurnar eru byggðar á sömu hugmyndafræði og Loop Z1, en í stað þess að vera í fjórum hlutum eru þær í sex hlutum. T-ið stendur því fyrir travel, en stangirnar eru einkum hugsaðar fyrir þau sem ferðast á milli landa. Loop ZT eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali sem henta við ólíkar aðstæður og veiðisvæði. Stangirnar eru einkar nákvæmar, fisléttar og veita afbragðs línustjórnun. Þær eru meðalhraðar (e. medium fast action) með djúpri hleðslu og ótrúlegu afli.

Loop Z stangirnar eru umtalsvert léttari og sterkari en forveri þeirra, þökk sé nýrri nano resin tækni. Þær eru um leið öflugri en Cross S1 stangirnar og ná enn meiri kastvegalengd. Sérhver stöng er framleidd með 40-45 tonna nano graphene koltrefjum sem tryggir góða næmni, en um leið mikið afl. Í raun eru Z stangirnar öflugustu hringlaga stangir sem Loop hefur nokkru sinni framleitt. Hver stöng er með þægilegt handfang sem framleitt er úr korki í hæsta gæðastuðli, sérhannað fislétt hjólasæti og keramikfóðraðar lykkjur úr títaníum.