Guideline LPX Nymph 10,8′ #3

> Púpustöng sem hönnuð er í stærri fiska
> Höndlar þó granna tauma og veitir góða næmni
> Nýtist frábærlega í staðbundinn urriða og sjóbirting
> Vegur 82 gr. – línuþyngd 7-9 gr.

63.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

LPX Nymph eru frábærar silungsveiðistangir frá Guideline sem gæddar eru mörgum eiginleikum. Þær eru hannaðar til veiða með púpum og þurrflugum í litlum og meðalstórum ám. Þökk sé C.A.P M4.0 koltrefjauppsetningunni eru þessar stangir ótrúlega léttar miðað við lengd og hafa virkni sem tekur púpustangir á næsta stig. Tilfinningin er einstaklega næm, sem gerir það að verkum að mögulegt er að greina fíngerðustu tökur. Toppur stanganna er tiltölulega mjúkur en stöngin sækir afl sitt eftir því sem neðar dregur. Mismunandi partar stanganna virkjast mjúklega eftir því sem meira afl er sett í köstin. Þetta gerir viðureignir við stærri fiska áhrifaríkari og dregur um leið úr hættunni á að örgrannir taumar slitni í bardaganum. Endurheimt stangardúksins er hröð og án titrings sem veitir stöðugleika á öllum kastferlum. Það tryggir óviðjafnanlega nákvæmni þegar púpuslóða er kastað fyrir fisk og skapar veiðimanninum góða tilfinningu við veiðarnar. Stangirnar eru léttar í hönd, með frábært jafnvægi og lága sveifluþyngd. Þessir kostir gera LPX Nymph flugustangirnar að virkilega áhugaverðum púpustöngum.

Ítarupplýsingar

  • Háþróuð A.P M4.0™ koltrefjauppsetning.
  • Miðlungshröð með næmum toppi sem ræður við löng köst og granna tauma.
  • Stærra spíralmynstur stangardúksins dregur úr núningi milli línu og stangar.
  • Léttar lykkjur úr títani með zirconia-innleggi.
  • Smærri lykkjur eru PVD-húðaðar með mattri grárri áferð.
  • Efri lykkjur draga úr líkum á flækjum og því að línan vefjist um stöngina.
  • Neðsta lykkjan er staðsett nálægt handfanginu til að koma í veg fyrir línusig og til að auðvelda línustjórnun við veiðar.
  • Fyrsta flokks korkur, viðarinnlegg á hjólasæti og fíngert fighting butt.
  • Mött áferð stangarinnar sér til þess að sólarljós endurkastist ekki á veiðistaðinn.
  • Náttúrulega grátt útlit með grænum blæ og dökkgrænum vafningum.
  • Hjólasætið situr aftarlega til að hámarka jafnvægi og sveifluþyngd.
  • Langt og grannt handfang fyrir aukna næmni og betra jafnvægi í köstunum.
  • Stöngin kemur í stangarsokk og hólk sem unninn er úr endurunnum efnum.

C.A.P M4.0 tæknin

C.A.P M4.0™ koltrefjauppsetningin skapar einstaka sveigju með hraðri endurheimt og mikilli nákvæmni. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. M4.0 er kvoðan eða plastefnið (e. Resin) sem notað er í þessháttar uppbyggingu. Vegna þeirra eiginleika sem efnið hefur er fyllt betur í eyður stangardúksins en með öðrum hefðbundnum efnum sem leiðir af sér meiri styrk. Það dregur einnig úr magni plastefnisins sem annars þyrfti að nota sem endurspeglast í því hve léttar stangirnar eru.