Guideline LPX Chrome 12,3′ #6/7

> Einstaklega létt og skemmtileg
> Hönnuð fyrir litlar og meðalstórar ár
> Er virkilega öflug og ræður við stóra fiska
> Vegur 179 gr. – línuþyngd 25-27 gr.

116.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

LPX Chrome tvíhendurnar eru hannaðar og framleiddar með glænýrri virkni frá Guideline. Þær eru með ¾ djúpri hleðslu og afl sem nýtist snemma í kastinu án þess að draga úr hraða stanganna. Þær eru léttleikandi, búa að miklum stöðugleika og með viðbragðsflýti sem tengir veiðimenn við köstin á alveg nýjan hátt. Stangirnar eru fullkomin verkfæri til að nota í íslenskum ám og gerðar til að takast á við lax og sjóbirting. Þær eru af miklum gæðum og búa að mörgum kostum sem sjaldnast sjást í stöngum á jafn hagstæðu verði.

Leyndarmálið á bak við frábrugðna virkni stanganna er ný tækni frá Guideline sem þeir nefna C.A.P M4.0™. Um er að ræða háþróaða koltrefjauppsetningu sem skapar einstaka sveigju stanganna. Þeim er best lýst sem framsæknum miðlungshröðum (e. Medium Fast) stöngum með hraðri endurheimt (e. Fast Recovery). Toppurinn er afar stöðugur og nær að framkalla þröngan línubug, auk þess sem hann er nægjanlega öflugur til að lyfta þungum sökklínum.Meðan á flugukastinu stendur tengist veiðimaðurinn neðri hluta stangarinnar sem skilar ótrúlegum áhrifum þegar stöngin er stöðvuð í fram- og afturkastinu. Þetta gerir það að verkum að unnt er að ná löngum köstum með afar litlu afli. Hliðarstöðugleiki LPX Chrome gerir það að verkum að flugulínan fylgir stönginni einkar vel þegar hanni er sveiflað og snúið í kastinu. Þessir eiginleikar leiða af sér nákvæmari fluguköst, aukinn línuhraða og betri línubug. Þetta er sannarlega ný virkni sem markar ákveðin þáttaskil til framtíðar hjá Guideline.

Hjólasæti LPX Chrome flugustanganna er sérhannað og er korkurinn í handfanginu fyrsta flokks. Til að tryggja langa endingu er það búið sérstökum gúmmí-styrkingum sem munu standa tímans tönn. Virkni hverrar stangar er misjöfn eftir lengd og línuþyngd til að nýtast veiðimönnum í ólíkum aðstæðum. Guideline mælir með tvennskonar línum með þessum stöngum en þær eru 3D+, í venjulegri lengd eða styttri, eða 4D Compact Multi Tip línukerfinu.


Ítarupplýsingar

  • Háþróuð A.P M4.0™ koltrefjauppsetning.
  • Miðlungshröð með uppbyggingu sem hraðar endurheimt.
  • Fjölhæf stöng sem ræður við allar línugerðir.
  • Ofurléttar með lágri sveifluþyngd sem gerir þér kleift að veiða lengi án þess að þreytast.
  • Blágrá gljáandi áferð með samsvarandi vöf.
  • Hágæða korkur með sérstakri styrkingu.
  • Rafhúðað hjólasæti með einstöku álagsþoli.
  • Léttar og tæringarþolnar lykkjur úr títani með zirconia-innleggi.
  • Efri lykkjur eru PVD-húðaðar með mattri grárri áferð.
  • Stöngin kemur í stangarsokk og hólk sem unninn er úr endurunnum efnum.

 

C.A.P M4.0 tæknin

C.A.P M4.0™ koltrefjauppsetningin skapar einstaka sveigju með hraðri endurheimt og mikilli nákvæmni. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. M4.0 er kvoðan eða plastefnið (e. Resin) sem notað er í þessháttar uppbyggingu. Vegna þeirra eiginleika sem efnið hefur er fyllt betur í eyður stangardúksins en með öðrum hefðbundnum efnum sem leiðir af sér meiri styrk. Það dregur einnig úr magni plastefnisins sem annars þyrfti að nota sem endurspeglast í því hve léttar stangirnar eru.