Scott Centric 9,6‘ #5

> Enn öflugri en níu feta stöngin
> Sveigjanlegur toppur í veltiköstin
> Stífari neðri hluti til að ráða við þungar flugur
> Frábær stöng og áreynslulaus köst

149.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Centric flugustangirnar frá Scott hafa fengið ótrúlegar umsagnir og viðtökur frá því þær voru settar á markað. Þær eru hraðar (e. fast action) stangir, gríðarlega léttar og nákvæmar en um leið kraftmiklar með eindæmum. Stangirnar eru fremur stífar í gegn, að toppnum undanskildum, sem er sveigjanlegur og veitir veiðimanni góða tilfinningu fyrir fiskinum. Stangirnar eru mjög stöðugar á kastferlinum og eru fljótar að ná jafnvægi eftir að línunni hefur verið kastað fram. Sökum mikils krafts bjóða stangirnar upp á löng köst fyrirhafnarlítið, með yfirhandarköstum eða veltiköstum.

Centric eru án nokkurs vafa skilvirkustu og nákvæmustu stangir sem Scott hefur nokkru sinni framleitt. Með þeim má ná fram afar miklum línuhraða og þröngum stöðugum línubug. Hvort sem kastað er á lengra eða skemmra færi er auðvelt að leggja línuna með lágmarks fyrirhöfn. Stangirnar eru léttar og fara vel í hönd veiðimanna á öllum kunnáttustigum.

Þegar Jim Bartschi yfirhönuður Scott þróaði Centric stangirnar var meginmarkmiðið að framleiða stöng sem væri hröð en skemmtileg. Hann vildi ná fram jafnvægi þar sem kraftur og góð línustjórnun fer saman. Stöng sem vinnur ekki aðeins í toppnum eins og hraðar stangir gera alla jafna. En hvað gerir Centric betur en aðrar hraðar stangir?

  • Kastar jafn langt ef ekki lengra en sambærilegar stangir með minna afli.
  • Býður uppá frábæra línustjórnun.
  • Hentar bæði í veltiköst og yfirhandarköst
  • Gerir línustjórnun á vatni auðveldari, s.s. þegar línunni er vippað (menda).
  • Betri línustjórnun þegar unnið er með langa línu.
  • Bætt framsetning með löngum taumum.


Þeir veiðimenn sem þekkja til Scott hafa eflaust prófað Radian og G-Series stangirnar. Segja má að Centric sé mitt á milli þeirra tveggja hvað varðar hraða og stífleika. Hún svarar ákalli veiðimanna um flugustöng sem er ekki eins hröð og Radian en hraðari en G-Series. Þar fyrir utan er hin nýja Centric ákaflega skemmtileg í fiski og hefur kasteiginleika sem ekki hafa sést áður frá Scott.

Til framleiðslu stanganna eru notaðar hágæða koltrefjar með fjölkerfa uppbyggingu auk nýs plastefnakerfis sem eykur trefjaþéttleika og dregur úr þyngd. Þá er notast við nýja kynslóð ARC-styrkingar (e. Advance Reinforced Carbon) til þess að auka snúningsátak og styrk stangarhlutanna. Scott notast við nýjan veltibúnað sem gerir fyrirtækinu kleift að stjórna staðsetningu og þar með þéttleika trefjanna með mikilli nákvæmni. Að auki hafa nýir íhlutir verið hannaðir frá grunni til að auka endingu og bæta ásýnd Centric stanganna.

Á Scott Centric stöngunum eru nýjar titaníum-lykkjur sem fylltar eru með zirconia-efni til að hámarka rennsli línunnar. Handfangið er framleitt úr fyrsta flokks náttúrulegum korki. Þá er hjólasæti stanganna fræst úr áli og er það búið mörgum eiginleikum. Centric stangirnar eru handgerðar í Bandaríkjunum úr bestu fáanlegum efnum. Þeim fylgir lífstíðarábyrgð líkt og öllum öðrum flugustöngum frá Scott.

 

SCOTT CENTRIC FLUGUSTANGIR