Guideline LPX Nymph Einhendupakki 10,8′ #3

> Púpustöng sem hönnuð er í stærri fiska
> Nýtist frábærlega í staðbundinn urriða og sjóbirting
> Í pakkanum er Fario Click hjól og LPS Euro flotlína
> Vegur 82 gr. – línuþyngd 7-9 gr.

108.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

 • 30 daga skilaréttur
 • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
 • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Stórskemmtilegur fluguveiðipakki í andstreymisveiði með púpum og þurrflugum. Stangarpakkinn inniheldur LPX Nymph flugustöng, Fario Click fluguveiðihjól, undirlínu og LPS Euro flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

LPX Nymph eru frábærar silungsveiðistangir frá Guideline sem gæddar eru mörgum eiginleikum. Þær eru hannaðar til veiða með púpum og þurrflugum í litlum og meðalstórum ám. Þökk sé C.A.P M4.0 koltrefjauppsetningunni eru þessar stangir ótrúlega léttar miðað við lengd og hafa virkni sem tekur púpustangir á næsta stig. Tilfinningin er einstaklega næm, sem gerir það að verkum að mögulegt er að greina fíngerðustu tökur. Toppur stanganna er tiltölulega mjúkur en stöngin sækir afl sitt eftir því sem neðar dregur. Mismunandi partar stanganna virkjast mjúklega eftir því sem meira afl er sett í köstin. Þetta gerir viðureignir við stærri fiska áhrifaríkari og dregur um leið úr hættunni á að örgrannir taumar slitni í bardaganum. Endurheimt stangardúksins er hröð og án titrings sem veitir stöðugleika á öllum kastferlum. Það tryggir óviðjafnanlega nákvæmni þegar púpuslóða er kastað fyrir fisk og skapar veiðimanninum góða tilfinningu við veiðarnar. Stangirnar eru léttar í hönd, með frábært jafnvægi og lága sveifluþyngd. Þessir kostir gera LPX Nymph flugustangirnar að virkilega áhugaverðum púpustöngum.

Í þessum stangarpakka er flott silungsveiðihjól frá Guideline sem nefnist Fario Click. Það er án eiginlegrar bremsu og er í flokki hjóla með svonefndan click-drag búnað. Hjólið er afskaplega létt, með mjúku viðnámi og lokuðum ramma (e. Full Frame) til að koma í veg fyrir að línan festist á milli hjólsins og spólunnar. Fario Click hefur góðan kost umfram önnur sambærileg hjól. Í stað þess að hafa aðeins eina stillingu er unnt að fínstilla viðnámið sem hjólið veitir. Hin óeiginlega bremsa verkar því á þremur mismunandi stigum með einskonar smellukerfi, því sem Guideline kallar adjustable dual-pin clicker system. Bremsupinnar hjólsins hafa mismunandi þvermál og því er minna átak þegar línunni er spólað inn, heldur en þegar fiskur rífur línuna út af hjólinu. Í raun og veru er engin bremsa í click-fluguhjólum. Pinnakerfið snýst frekar um að koma í veg fyrir að línan yfirspólist á hjólinu heldur en að stöðva stóran fisk. Yfirborð hjólsins er rafhúðað í dökkum lit með fíngerðum grænum tón sem sést í vissri birtu. Hjólinu fylgir hlífðarpoki úr nælonefni sem einnig má nota þegar hjólið er fest á flugustöng. Auka bremsupinni og sexkantur til að stilla átak hjólsins fylgir einnig.

Hjólið er uppsett með undirlínu og LPS Euro flotlínu frá Guideline. Línan er í raun tvær línur í einni, enda veitir hún fínlega framsetningu sem framþung flugulína, en einnig sem Euro Nymping lína með tökuvaraenda. Þegar veiða skal með þurrflugu eða púpum á hefðbundinn hátt, er notaður sá hluti línunnar sem er framþungur. Hann skilar flugunni á leiðarenda með mikilli nákvæmni á stuttu og miðlungslöngu færi. Ef veiða á með Euro Nymphing aðferðinni er línunni einfaldlega snúið við á hjólinu og þá er unnt að nota 0,58 mm púpu-línu í stað hinnar hefðbundnu flotlínu.

Línan er tvítóna í ólífugrænum lit, en á hinum endanum er liturinn skærgulur sem kemur sér vel þegar veiða á með Euro Nymphing aðferðinni. LPS Euro er með afar sléttri vatnsfráhrindandi kápu og er haus línunnar lítt teygjanlegur með lítið þvermál. Tilbúnar lykkjur eru á báðum endum línunnar sem gerðar eru úr 12 punda fléttuðum fjölþráðakjarna. Haus línunnar er 11 metrar, en heildarlengd hennar er 22 metrar.

Ítarupplýsingar um flugustöngina

 • Háþróuð A.P M4.0™ koltrefjauppsetning.
 • Miðlungshröð með næmum toppi sem ræður við löng köst og granna tauma.
 • Stærra spíralmynstur stangardúksins dregur úr núningi milli línu og stangar.
 • Léttar lykkjur úr títani með zirconia-innleggi.
 • Smærri lykkjur eru PVD-húðaðar með mattri grárri áferð.
 • Efri lykkjur draga úr líkum á flækjum og því að línan vefjist um stöngina.
 • Neðsta lykkjan er staðsett nálægt handfanginu til að koma í veg fyrir línusig og til að auðvelda línustjórnun við veiðar.
 • Fyrsta flokks korkur, viðarinnlegg á hjólasæti og fíngert fighting butt.
 • Mött áferð stangarinnar sér til þess að sólarljós endurkastist ekki á veiðistaðinn.
 • Náttúrulega grátt útlit með grænum blæ og dökkgrænum vafningum.
 • Hjólasætið situr aftarlega til að hámarka jafnvægi og sveifluþyngd.
 • Langt og grannt handfang fyrir aukna næmni og betra jafnvægi í köstunum.
 • Stöngin kemur í stangarsokk og hólk sem unninn er úr endurunnum efnum.

 

C.A.P M4.0 tæknin

C.A.P M4.0™ koltrefjauppsetningin skapar einstaka sveigju með hraðri endurheimt og mikilli nákvæmni. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. M4.0 er kvoðan eða plastefnið (e. Resin) sem notað er í þessháttar uppbyggingu. Vegna þeirra eiginleika sem efnið hefur er fyllt betur í eyður stangardúksins en með öðrum hefðbundnum efnum sem leiðir af sér meiri styrk. Það dregur einnig úr magni plastefnisins sem annars þyrfti að nota sem endurspeglast í því hve léttar stangirnar eru.