Echo Lift 9′ #7

> Góð kaup í lax- og silung
> Fer létt með smáflugur og túpur
> Nægt afl í flestar veðuraðstæður
> Ótrúlega skemmtileg alhliðastöng

35.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Með nýjustu tækni og efnum hefur Echo búið til stöng sem hentar ákaflega vel fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Hvort sem þú ert að leita eftir þinni fyrstu flugustöng eða vantar stöng til vara, þá er Echo Lift þess virði að skoða.

Lift stangirnar eru hannaðar út frá Echo Base stöngum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda um langt skeið. Þessi nýja hönnun betrumbætir þá fyrri umtalsvert. Lift stangirnar eru talsvert léttari en forverarnir auk þess sem mun auðveldar er að hlaða þær. Lögun handfangsins hefur verið breytt til auðvelda veiðimönnum að bæta köstin og auka þannig ánægjuna við veiðar. Einkar auðvelt er að hlaða hinar nýju stangir, óháð því hvaða kasttækni er beitt. Þrátt fyrir aukin gæði og bætta hönnun helst verðið enn lágt. Það má því segja að fáar stangir á markaðnum sem komast nærri Echo Lift þegar litið er til hagstæðs verðs og gæða.

Echo Lift eru meðalhraðar flugustangir sem búa að miklum krafti og nákvæmni. Þær eru í fjórum hlutum og eru fáanlegar í línuþyngdum #4 – #8. Lykkjur eru úr krómi og haldfangið úr slitsterkum korki. Stöngunum fylgir stangarpoki og stangarhólkur auk lífstíðarábyrgðar frá framleiðanda.