Echo Lift Einhendupakki 9′ #6

> Meðalhröð sexa í silunginn
> Kjörin fyrir byrjendur í fluguveiði
> Býður upp á fjölbreytta notkun
> Kemur með Base 6/8 fluguhjóli og Loop Q línu

43.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Einhendupakki sem samanstendur af Echo Lift flugustöng, Echo Base fluguveiðihjóli, undirlínu og Loop Q flotlínu.

Lift stangirnar eru hannaðar út frá Echo Base stöngum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda um langt skeið. Þessi nýja hönnun betrumbætir þá fyrri umtalsvert. Lift stangirnar eru talsvert léttari en forverarnir auk þess sem mun auðveldar er að hlaða þær. Lögun handfangsins hefur verið breytt til auðvelda veiðimönnum að bæta köstin og auka þannig ánægjuna við veiðar. Einkar auðvelt er að hlaða hinar nýju stangir, óháð því hvaða kasttækni er beitt. Þrátt fyrir aukin gæði og bætta hönnun helst verðið enn lágt. Það má því segja að fáar stangir á markaðnum komast nærri Echo Lift þegar litið er til hagstæðs verðs og gæða.

Echo Lift eru meðalhraðar flugustangir sem búa yfir miklum krafti og nákvæmni. Þær eru í fjórum hlutum og eru fáanlegar í línuþyngdum #4 – #8. Lykkjur eru úr krómi og haldfangið úr slitsterkum korki. Stöngunum fylgir stangarpoki og stangarhólkur auk lífstíðarábyrgðar frá framleiðanda.

Echo Base fluguhjólin eru einföld en standast allar þær grunnkröfur sem ætlast má til. Á því er undirlína og Loop Q flotlína. Q er mjög skemmtileg og góð alhliða flugulína. Heildarlengd línunnar er 22-25 metrar en lengd haussins er 8,5 metrar í öllum línuþyngdum. Línan er afbragðsgóð í hverskonar aðstæðum og ræður hún við vel flestar flugustærðir- og gerðir. Tilbúnar lykkjur eru á báðum endum línunnar.

Flottur fluguveiðipakki á góðu verði