HD Sonic Zip Vöðlupakki III

HD Sonic Zip vöðlupakki III er samsettur fyrir þá sem kjósa virkilega traustan og áreiðanlegan búnað. Pakkinn samanstendur af vel hönnuðum vöðlum frá Guideline sem framleiddar eru úr níðsterku þriggja og fjögurra laga efni auk Korkers River Ops Boa vöðluskónna. Þeir eru í algjörum sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en á þeim er tveggja ára ábyrgð.

121.900kr.

HD Sonic Zip Vöðlur

River Ops BOA Vöðluskór

Insufficient stock

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

HD Sonic Zip vöðlurnar og River Ops Boa vöðluskórnir eru hér saman í frábærum pakka. Vöðlurnar eru hefðbundnar rennilásavöðlur sem þó má breyta í mittisvöðlur á afar auðveldan hátt. Þær sameina kosti tveggja heima með frábærri hönnun. HD Sonic vöðlurnar eru hannaðar til að standast mikið álag og hnjask, en veita um leið mikinn hreyfanleika og anda vel. Þær eru framleiddar úr fjögurra laga efni fyrir neðan mitti en þriggja laga efni að ofan.

Að framanverðu er vatnsheldur TIZIP®-rennilás til aukinna þæginda, en afar gott er að fara í og úr vöðlunum. Á þeim er vasi að innanverðu, sem nýtist t.d. undir símann eða bíllykla. Tveir rúmgóðir vasar með vatnsvörðum YKK AquaGuard®-rennilásum eru framan á vöðlunum.

Ólíkt því sem gengur og gerist sitja vöðlurnar nokkuð hátt svo unnt er að vaða tiltölulega djúpt. Sokkar þeirra eru framleiddir úr náttúrulegum gúmmíefnum og eru virkilega þægilegir viðkomu. Á vöðlunum eru áfastar sandhlífar úr samskonar efni, en þær henta yfir flest alla vöðluskó. Teygjanlegt belti fylgir kaupunum, en það má staðsetja eftir þörfum hvers og eins.

River Ops BOA eru tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Einstök ending River Ops BOA skónna næst fram með nýrri tækni sem kallast Exo-Tec™. Skórnir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur eru þeir mótaðir í framleiðsluferlinu án þess að saumar komi nærri. Efnislög eru samsett með hinni nýju bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp. En þrátt fyrir að skórinn þoli mikið slit, s.s. vegna grjóts eða kletta, er hann ákaflega sveigjanlegur og hegðar sér eins og hver annar íþróttaskór.