HD Sonic Zip Vöðlupakki II

HD Sonic Zip vöðlupakki II samanstendur af traustum vöðluskóm og vel hönnuðum rennilásavöðlum úr þriggja og fjögurra laga nælonefni. Þeim má breyta í mittisvöðlur, s.s. þegar gengið er yfir langan veg eða þegar heitt er í veðri. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem kjósa áreiðanlegan búnað og stunda fjölbreyttan veiðiskap.

115.900kr.

HD Sonic Zip Vöðlur

ULBC Vibram Vöðluskór

Vara uppseld

HD Vibram Vöðluskór

River Ops Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

HD Sonic Zip vöðlupakki II inniheldur einkar þægilegar öndunarvöðlur frá Guideline og vandaða vöðluskó. Vöðlurnar eru framleiddar úr fjögurra laga efni fyrir neðan mitti en þriggja laga efni að ofan. Þær eru í raun tvennskonar vöðlur, þ.e. rennilásavöðlur og mittisvöðlur.

HD Sonic vöðlurnar eru hannaðar til að standast mikið álag og hnjask, en veita um leið mikinn hreyfanleika og anda vel. Að framan er vatnsheldur TIZIP®-rennilás til aukinna þæginda, en afar gott er að fara í og úr vöðlunum. Á þeim er vasi að innanverðu, t.d. undir símann eða bíllykla, en tveir vasar með vatnsvörðum YKK AquaGuard®-rennilásum eru að framanverðu.

Vöðlurnar sitja nokkuð hátt svo unnt er að vaða tiltölulega djúpt. Sokkarnir eru framleiddir úr náttúrulegum gúmmíefnum og eru þægilegir viðkomu. Á vöðlunum eru áfastar sandhlífar úr samskonar efni, en þær henta yfir vel flesta vöðluskó. Teygjanlegt belti fylgir kaupunum, en það er hægt að staðsetja eftir þörfum notandans.

Val stendur á milli þriggja vöðluskóa sem framleiddir af Guideline og Korkers. ULBC vöðluskórinn frá Guideline er í raun þrennskonar skór í einum, en þá má nota í veiði, gönguferðir eða aðra útivist. Með snjallri 3-í-1 hönnun eru ULBC skórnir hið fullkomna tól fyrir krefjandi veiðiferðir, þar sem þyngd farangursins skiptir sköpum. Vöðluskórnir sameina þægilega, sterka og háa ökklaskó, nútímalega og tæknilega vöðluskó og vatnshelda og andandi stígvél. Svo í lengri veiðiferðum, þar sem gengið er yfir langan veg, er annar skófatnaður óþarfur.

Guideline HD (Heavy Duty) vöðluskórnir eru hannaðir til notkunar við erfiðustu veiðiaðstæður. Vegna aukinnar hæðar, þykkari bólstrunar og mikils stífleika í efninu hafa skórnir aukinn stöðugleika sem hjálpar þegar vaðið er á grófum árbotni og í ójöfnu landslagi.

Korkers River Ops vöðluskórnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. Þeir eru tilvaldir fyrir þá sem kjósa áreiðanleika og þægindi. Einstök ending skónna næst fram með tækni sem kallast Exo-Tec. Þeir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur mótaðir án þess að saumar komi nærri. Skórnir eru samsettir með bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp.