Alta Sonic TiZip Vöðlupakki III

Frábær vöðlupakki sem samanstendur af Alta Sonic TiZip vöðlum og álagsþolnum Korkers vöðluskóm með BOA vírakerfi. Vöðlurnar eru saumalausar og framleiddar eru úr hágæða 4-laga nælonefni sem er einstaklega slitsterkt. Þær eru með saumalausum frágangi en notast er við það sem kallast Ultra Sonic, sem er einskonar bræðslutækni.

129.900kr.

Alta Sonic TiZip Vöðlur

River Ops BOA Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Alta Sonic TiZip eru einar bestu vöðlur sem Guideline hefur framleitt enda eru þær framleiddar úr hágæða 4-laga nælonefni sem er bæði slitsterkt og endingargott. Vöðlurnar eru með saumalausum frágangi en notast er við það sem kallast Ultra Sonic, sem er einskonar bræðslutækni. Í þær er notað tvennskonar nælonefni, annarsvegar sérstaklega styrkt efni á álagsstaði en léttara efni á síður viðkvæm svæði. Tveir rúmgóðir vasar eru framan á vöðlunum, auk tveggja minni brjóstvasa. Á hliðum þeirra eru fóðraðir vasar fyrir hendur en einnig eru festingar fyrir ýmsa aukahluti, s.s. tangir, taumaklippur og háf. Sandhlífar og vöðlusokkar eru úr vönduðu neophreneefni og fylgir vöðlunum teygjubelti. Alta Sonic vöðlurnar hafa verið í notkun hjá mörgum leiðsögumönnum á Íslandi síðastliðin sumur og reynst ákaflega vel. Með vöðlunum koma vandaðir skór frá Korkers sem nefnast River Ops sem eru einhverjir þeir albestu á markaðnum.

River Ops BOA eru tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Einstök ending River Ops BOA skónna næst fram með nýrri tækni sem kallast Exo-Tec™. Skórnir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur eru þeir mótaðir í framleiðsluferlinu án þess að saumar komi nærri. Efnislög eru samsett með hinni nýju bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp. En þrátt fyrir að skórinn þoli mikið slit, s.s. vegna grjóts eða kletta, er hann ákaflega sveigjanlegur og hegðar sér eins og hver annar íþróttaskór.