Einfaldaðu jólagjafainnkaupin

Hér finnur þú fjölmargar gjafahugmyndir sem henta byrjendum, reyndum veiðimönnum og þeim sem eiga allt. Veldu verðflokk, sjáðu vinsælar jólagjafir og vöruflokka, eða smelltu á gjafabréf ef þú vilt að viðtakandinn velji sjálfur. Þú getur einnig skrunað niður þessa síðu í leit að réttu gjöfinni.

Óskalistinn minn

Skilvirk leið til að velja réttu jólagjöfina

Biddu þann sem þú ætlar að gleðja að setja upp óskalista í Veiðiflugum. Viðkomandi getur sett þær vörur sem hann óskar sér mest á eigin óskalista. Það gerir hann með því að smella á hjartað á vörumyndum í netversluninni. Þegar listinn er tilbúinn getur viðkomandi deilt honum með þér með því að afrita slóðina sem birtist á síðunni veidiflugur.is/oskalisti/

Gjafabréf Veiðiflugna

Öruggt val fyrir alla veiðimenn

Með gjafabréfi Veiðiflugna velur viðtakandinn nákvæmlega þær vörur sem hann þarf — hvort sem það eru flugur, töskur eða stærri græjur. Hægt er að kaupa bæði rafræn og prentuð gjafabréf, senda beint til viðtakanda eða afhenda sjálfur. 

Rafræn gjafabréf Prentuð gjafabréf

Vinsælar jólagjafir

Ef þú ert í vafa um hvað á að velja, þá er vinsældalistinn góður byrjunarpunktur. Hér eru nokkrar gjafir sem hafa notið mikilla vinsælda meðal veiðimanna að undanförnu. Þetta eru vandaðar vörur sem nýtast, endast og gleðja – fullkomnar í jólapakkann!

Fishpond Dakota veiðitaska

Ein vinsælasta taskan hjá Veiðiflugum. Dakota er einstaklega rúmgóð, sterkbyggð og vel skipulögð. Hún rúmar flugustangirnar, hjólin, boxin, taumana og önnur áhöld sem veiðimaður þarf að hafa með sér. Fullkomin gjöf fyrir þau sem vill hafa allt á einum stað.

Skoða nánar

Korkers Devil’s Canyon vöðluskór

Frábærir vöðluskór sem hafa lengi verið meðal þeim söluhæstu á Íslandi. Þeir eru ofurléttir, þægilegir og falla einstaklega vel að fótunum. Innbyggða vírakerfið og útskiptanlegir botnar gera þá að frábærum skóm við allar aðstæður.

Skoða nánar

Costa Del Mar veiðigleraugu

Costa veiðigleraugun eru á meðal þeirra allra bestu á markaðnum. Þau eru þekkt fyrir einstaka skýrleika og fullkomna vörn. Gleraugun draga úr glampa á vatnsyfirborði, þannig að augun greina mun betur það sem er undir. Costa gleraugun eru fáanleg í fjölmörgum útfærslum.

Skoða nánar

Loop Opti fluguhjól

Loop Opti eru meðal áreiðanlegustu fluguhjóla sem framleidd hafa verið. Þau eru létt, búa yfir frábærum bremsubúnaði og henta sérstaklega vel í íslenskar aðstæður. Opti eru fáanleg í sex litum og fjölmörgum stærðum fyrir einhendur, switch-stangir og tvíhendur.

Skoða nánar

Vinsælir vöruflokkar

Hér sérðu vöruflokkana sem veiðimenn skoða helst: vöðlupakka, flugustangir, stangarpakka, vöðluskó og fluguhjól. Smelltu á flokkinn og skoðaðu úrvalið. Gott er að nota síu til að þrengja leitina.

Getum við aðstoðað?

Ef þig vantar aðstoð með pantanir eða hefur spurningar um vörur eða þjónustu, þá er þér velkomið að hafa samband. Þú nærð í okkur í síma 527-1060, á netfanginu [email protected] og í gegnum samfélagsmiðla.

Gleðilega hátíð!