Thunderhead axlartaskan er hluti af nýrri vörulínu frá Fishpond, framleidd úr gríðarsterku endurunnu plastefni. Axlartaskan er 100% vatnsheld og er búin nýrri kynslóð rennilása með ljúfloku. Taskan er hönnuð fyrir mikla notkun og hnjask og er frágangur því eins og best verður á kosið. Unnt er að veiða með töskuna á sér og er aðgengi afar þægilegt.
Í töskunni er eitt stórt hólf auk rennds vasa undir smáhluti, að framanverðu er stórt hólf með rennilás. Á henni eru margar festingar svo unnt er að hengja á töskuna ýmis tæki, samsettar veiðistangir eða stangarhólka. Stærð töskunnar er 40 x 23 x 18 cm, hún vegur 0,8 kg.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.