Patagonia Stealth Hip Grey – Mittistaska

Patagonia Stealth mittistaskan er hönnuð með það í huga að gera notandanum kleift að hreyfa sig hratt og örugglega, í vatni og á landi, með þægindin og hentugleikann í fyrirrúmi. Mittistaskan er létt og gerð úr vatnsfráhrindandi efnum.

27.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Patagonia Stealth er mittistaska sem hönnuð er með það í huga að gera notandanum kleift að hreyfa sig hratt og örugglega, með þægindi í fyrirrúmi. Taskan er fislétt og gerð úr vatnsfráhrindandi efnum. Hún rúmar 11 lítra og er búin mörgum hólfum og vösum undir allt það helsta sem þarf við árbakkann. Taskan hefur ekki áhrif á köstin og er auðvelt að færa hana um mittið.

Stórt rennt hólf að framan er hólfaskipt og getur borið alla helstu aukahluti og flugubox. Einnig er þar vatnsheldur renndur vasi undir t.d. síma og annan búnað sem ekki má blotna. Á hliðum töskunnar eru renndir vasar undir smádót. Að auki er rennihólf neðst á töskunni sem er tilvalið fyrir vatnsbrúsa eða önnur drykkjarföng.