Fishpond Tailwater Fluguhnýtingataska

Tailwater taskan er að heita má hin fullkomna fluguhnýtingataska fyrir byrjendur jafnt sem atvinnuhnýtara. Hún er stórsniðug geymslulausn fyrir þá sem vilja betra skipulag heimavið eða á ferðalagi. Taskan er úthugsuð en í henni eru fjórir færanlegir gegnsæir pokar, auk fóðraðar geymslu undir fluguhnýtingaefnið, þ.á.m. langar fjaðrir eða viðkvæma hnakka.

39.995kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Tailwater taskan er að heita má hin fullkomna fluguhnýtingataska fyrir byrjendur jafnt sem atvinnuhnýtara. Hún er stórsniðug geymslulausn fyrir þá sem vilja betra skipulag heimavið eða á ferðalagi. Taskan er úthugsuð en í henni eru fjórir færanlegir gegnsæir pokar, auk fóðraðar geymslu undir fluguhnýtingaefnið, þ.á.m. langar fjaðrir eða viðkvæma hnakka.

Hnýtingaþvingan er geymd í þar til gerðu hólfi, en fóturinn er tryggilega festur í botninum. Sérstök tækjageymsla er í töskunni sem hönnuð er fyrir keflishölduna, skærin og önnur hnýtingatól. Þá er gert ráð fyrir hnýtingaþráðum og öðrum keflum á botni töskunnar. Henni fylgir sérstök hnýtingamotta fyrir væsinn, en á henni eru hólf fyrir króka, kúlur eða aðra smáhluti. Í töskunni er einnig vasi undir lakk, lím og UV-ljós. Stærð töskunnar er 40 x 20 x 25 cm.