Fishpond Upstream Tech Veiðivesti (Dömu)

Upstream Tech er úthugsað veiðivesti frá Fishpond, hannað fyrir veiðikonur. Það er sennilega eitt það umhverfisvænasta á markaðnum enda að mestu framleitt úr endurunnum nælonefnum, s.s. fiskinetum, teppum og öðrum ónothæfum hlutum.

36.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Upstream Tech er úthugsað veiðivesti frá Fishpond, hannað fyrir veiðikonur. Það er sennilega eitt það umhverfisvænasta á markaðnum enda að mestu framleitt úr endurunnum nælonefnum, s.s. fiskinetum, teppum og öðrum ónothæfum hlutum. Vestið er stillanlegt þannig að það megi staðsetja eftir því sem notandanum hentar, en sama stærðin hentar flestum konum.

Upstream Tech dömuvestið er fyrsta sinnar tegundar á markaðnum með innbyggðu slíðri á baki fyrir silungaháfinn. Á því eru 14 ytri og innri hólf undir veiðibúnað, en að framan eru tveir stórir vasar undir fluguboxin. Á vestinu er færanlegur flugupaddi og að auki fjölmargar festingar undir veiðitólin, s.s. taumaspólur, hitamæli, þurrfluguefni, losunartöng og taumaklippur. Þá er á vestinu stór vasi undir auka fatnað, nesti eða drykki.