ULS Multi Tip Línukerfi

ULS Multi Tip er línukerfi sem hannað er fyrir einhendur og samanstendur af þremur skothausum og grunnlínu. Þetta kerfi er í raun þrjár línur í einni sem hentar í alla veiði, með stórum sem smáum flugum.

21.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

ULS-línukerfið byggir á grunnlínu (e. body) ásamt þremur útskiptanlegum skothausum, þ.e. flot, sökkhraða S2/3 og sökkhraða S4/5. Allir línuhlutir eru merktir sérstaklega, með lykkjum beggja vegna og koma í taumaveski. Þetta er í raun grunnurinn af skothausakerfinu en til að kerfið sé nothæft þarf undirlínu innst á hjólið og þar fyrir framan runninglínu (s.s. ULS runninglínuna) sem grunnlínan tengist við.

Kerfið er hannað fyrir einhendur í línuþyngdum #4 – #7. Heildarlengd kerfisins, þ.e. grunnlínu og skothauss er 6,8 – 7,0 metrar.

ULS-línukerfinu er ætlað að kasta öllum stærðum og gerðum flugna, hvort heldur þungum eða léttum. Línukerfið er einstaklega þægilegt í miklum vindi og þar sem aðgengi að veiðistað er takmarkað að einhverju leiti.

Mjög auðvelt er að ná fram löngum köstum með línukerfinu og leikur einn að kasta þungum túpum og straumflugum.