Power Presentation Flotlína

Power Presentation er ný flotlína frá Guideline sem hentar í fjölbreyttar aðstæður. Línan er fyrst og fremst hugsuð í litlar og meðalstórar ár, en má þó einnig nota í vatnaveiði og á þeim stöðum þar sem rými til bakkasts er takmarkað.

14.500kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Power Presentation er hönnuð í krefjandi veiði í litlum og meðalstórum ám þar sem framsetning flugunnar skiptir öllu máli. Línan getur rétt úr löngum taumum, jafnvel þótt aðeins hluti línunnar sé út fyrir stangartoppinn. Hún er einkar nákvæm og býður upp á fínlega framsetningu, með þurrflugum, andstreymis með púpum eða hefðbundið með straumflugum.

Lengd haussins er 9,3 metrar en þyngd hans er dreifð á fyrstu 5 metrana sem eykur hraða línunnar og afl svo unnt sé að rétta úr löngum taumi. Þetta þýðir einnig að hægt er að kasta tiltölulega þungum flugum, s.s. straumflugum og tungsten kúluhausum, jafnvel með dropper. Línunni er auðvelt að yfirhandarkasta en hentar síður í veltiköst þar sem þyngd haussins liggur framarlega.

Heildarlengd línunnar er 30 metrar, þar af er hausinn 9,3 metrar. Framhlutinn (e. front taper) er stuttur, aðeins 2,2 metrar að lengd, en aftari hlutinn (e. back taper) er tveggja metra langur, sem gerir línu belginn 5,1 metra langan. Aftasti hluti línunnar er mjókkaður aftur á þriggja metra kafla áður en rennilínan tekur við. Þetta er gert til að þrengja línubuginn og auðvelda línustjórnunina. Appelsínugulur litur línunnar nær frá rennilínu inn á aftari hluta skothaussins og auðveldar veiðimanni lengdarstjórnun og hleðslu stangarinnar. Power Presentation er með grönnum lykkjum á báðum endum.