Laxá Zip Vöðlupakki II

Laxá Zip vöðlupakki II samanstendur af Laxá Zip öndunarvöðlum og Alta NGx, Darkhorse eða Devils Canyon vöðluskónum. Vöðlurnar eru renndar með TIZIP-rennilás og er nælonefnið með 4-laga öndunarfilmu sem hrindir frá sér vatni og óhreinindum. Rennilásinn er fyrst og fremst til aukinna þæginda, enda leikur einn að komast í og úr vöðlunum.

89.900kr.

Laxá Zip 2.0 Vöðlur

Alta NGx Vibram Vöðluskór

Devils Canyon Vöðluskór

Darkhorse Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Í þessum vöðlupakka er hægt að velja á milli Alta NGx vöðluskónna frá Guideline og Devils Canyon eða Darkhorse frá Korkers. Þeim fylgir Laxá Zip rennilásavöðlur sem framleiddar úr 4-laga álagsþolnu nælonefni. Filma þeirra er úr vistvænni efnum og meðhöndlaðar þannig að þær hrindi frá sér vatni og óhreinindum. Innri saumar eru lokaðir með því sem nefnist Sidewinder, en tæknin eykur styrk þeirra og hreyfigetu notandans.

Vatnsheldur TIZIP-rennilás er framan á vöðlunum, en hann býður upp á mikil þægindi við að komast í og úr vöðlunum. Tveir rúmgóðir brjóstvasar með lóðréttum rennilásum sitja ofarlega á brjóstsvæðinu. Á hliðum eru flísfóðraðir vasar til að verma hendurnar. Vöðlurnar eru með stillanlegum axlaböndum. Vöðlubeltið er teygjanlegt og situr í beltislykkju að aftan. Sandhlífar eru úr slitsterku efni með gúmmístyrktri teygju að neðan sem rennur yfir skóna. Sokkarnir eru úr þéttu neophrene efni og eru aðlagaðir að hvorum fæti.

Devils Canyon eru ákaflega léttir vöðluskór sem falla vel að fótunum. Þeir eru með góðan ökklastuðning, þeir eru fljótir að þorna en sérstakar rásir tryggja að vatn eigi greiða leið úr skónum þegar á bakkann er komið. Hæll og tá eru sérstaklega styrkt en skórinn sjálfur er framleiddur úr mjúku gúmmíefni sem aðlagar sig að fótum notenda.

Darkhorse skórinir eru uppbyggðir á svipaðan hátt og Devils Canyon. Þeir eru þó búnir sérstöku 3PFS-kerfi, sem eykur þægindi til muna og styður um leið við ökkla og liðbönd. Hællinn er klæddur þar til gerðum stuðningspúðum sem skorða fótinn örugglega. Báðir Korkers skórnir eru með M2 Boa® vírakerfi sem gerir reimarnar óþarfar og eykur mjög þægindi við veiðar en ekki síður við að fara í þá og úr. Þá er skórnir með útskiptanlegum OmniTrax-sólum, en þeim fylgir bæði gúmmí- og filtbotn.

Alta NGx vöðluskórnir frá Guideline eru með Vibram® Idrogrip gúmmísóla sem býður upp á þægindi, stöðugleika og langa endingu. Miðsólinn ásamt stífu gerviefni sjá til þess að veita frábæran stuðning í grófu landslagi. Skórnir eru sérstaklega styrktir og þola því betur hnjask frá hvössum grjótum þegar vaðið er.

Sannarlega flottur pakki fyrir þau sem kjósa gæði á viðráðanlegu verði.