Fario Tactical Flotlína

Fario Tactical er hönnuð fyrir smærri ár og vötn þar sem framsetning flugunnar skiptir meira máli en löng köst. Línan nýtist vel í veltiköst og þar sem rými til bakkasts er takmarkað. Henni er ætlað að kasta púpum og þurrflugum af mikilli nákvæmni á stuttu- eða meðallöngu færi, undir 20 metrum.

14.500kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fario Tactical er hönnuð fyrir nettar ár og vötn þar sem framsetning flugunnar skiptir meira máli en lengd kastanna. Línan hentar vel í veltiköst og á stöðum þar sem rými til bakkasts er takmarkað. Hún kastar púpum og þurrflugum af mikilli nákvæmni á stuttu- eða meðallöngu færi, undir 20 metrum.

Línan hentar byrjendum vel þar sem auðvelt er að hlaða stöngina með tiltölulega stutta línu út fyrir stangartoppinn. Þá er auðvelt að framkalla góðan línuhraða og finna samspil línu og stangar, sem jafnan reynist byrjendum erfitt.

Fario Tactical er einnig tilvalin til veiða á bátum enda er hausinn tiltölulega stuttur sem gerir köstin auðveldari þegar setið er. Þá er línan sérlega hentug við veiðar þegar vindur blæs á móti. Lengd haussins er 9,25 metrar en þyngd hans liggur fremur aftarlega, nær stangartoppinum, til að tryggja betri veltiköst.

Framhlutinn (e. front taper) er 5,5 metrar að lengd sem veitir gott jafnvægi milli afls og hraða. Með þeirri hönnun er unnt að ná fram fínni framsetningu flugunnar. Aftari hluti línunnar (e. back taper) er 1,65 metra langur sem gerir línuna stöðugri í loftinu. Aftasti hluti línunnar er mjókkaður aftur á þriggja metra kafla áður en rennilínan tekur við. Þetta er gert til að þrengja línubuginn og auðvelda línustjórnunina.

Hvítur litur línunnar nær frá rennilínu inn á aftari hluta skothaussins og auðveldar veiðimanni lengdarstjórnun og hleðslu stangarinnar. Fario Tactical er með grönnum lykkjum á báðum endum og er 25-27,5 metrar að lengd eftir línuþyngd.