Arc 99+ Flotlína

ARC 99+ er frábær alhliða flotlína í straumvatn. Línan eru hálfu númeri þyngri en uppgefin línuþyngd og hentar þess vegna vel fyrir hinar nýju, hraðari stangir. Flotlínuna má bæði nota í lax og silung og hentar vel flestum flugustærðum- og gerðum.

13.995kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

ARC 99+ er mjög næm flugulína með einungis 6% teygju. Á báðum endum eru vel lagaðar, soðnar lykkjur, sem auðvelda skipti á taumum. Línurnar eru tvílitar og skipta lit á þeim stað þar sem línan hleður stöngina fyllilega. Kápan er úr pólýúreþan og heldur lögun sinni vel, bæði í köldu og heitu vatni.

Pólýtetrafluoróetýlen, sem er eitthver sleipasta efni sem er fáanlegt, er bætt í yfirborð kápunnar til þess að línan renni betur í lykkjunum og til þess að hrinda frá óhreinindum. Þá eru rákir mótaðar eftir línunni endilangri þess að hún renni enn betur. ARC 99+ fæst í línuþyngdum #6 – #8.