Hnýtingakvöld í Veiðiflugum
Veiðiflugur, í samstarfi við Hylinn hlaðvarp, bjóða til fluguhnýtingakvölda í febrúar. Það síðasta verður haldið mánudaginn 24. febrúar í verslun Veiðiflugna, Langholtsvegi 111. Að þessu sinni verður sjóbirtingsflugum gerð góð skil – meðal annars púpur, straumflugur og micro-túpur. Þeir Sigþór Steinn Ólafsson og Valgarður Ragnarsson verða á staðnum til leiðbeiningar og aðstoðar við hnýtingar.
Við hvetjum alla hnýtara til að mæta með sinn eigin búnað og njóta kvöldsins í góðum félagsskap. Næg sæti og borð verða til staðar, en viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Húsið opnar kl. 19:30 og er þátttaka ókeypis.
Sjáumst í Veiðiflugum á mánudagskvöld!
Loon Ergo Hair 4,5“ Hnýtingaskæri


















































































