Semperfli SemperFlash

1.395kr.

SemperFlash er tinsel-efni í tilteknum lit sem þó breytist lárétt á sérhverjum streng. Þannig má segja að hver litur af efninu sé í raun marglita, enda breytist ásýndin eftir því hvernig ljós fellur á það. Efnið býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika og hentar í hverskonar hnýtingar. Það má nota í væng á flottúpum, s.s. Sunray, sem undirvæng í straumflugur eða sem vængefni í saltvatns- eða straumflugur. Þá er fátt því til fyrirstöðu að nota SemperFlash sem búkefni, í stél eða kraga. Efnið er fáanlegt í 5 litaafbrigðum og eru 300 strengir/þræðir í hverjum pakka.

Hreinsa val
Vörunúmer: semperfli-semperflash Vöruflokkur: Flokkar: ,