Kaiman Fluguhnýtingasett

Kaiman er úthugsað fluguhnýtingasett sem inniheldur flest öll tæki og tól sem þarf við áhugamálið. Hnýtingaþvingan frá Stonfo er með fullkomnum 360° snúningi. Hún er hönnuð til þess að gera öngulskiptin fljótleg enda er Kaiman einstaklega þægileg í notkun.

62.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Kaiman er úthugsað fluguhnýtingasett sem inniheldur flest öll tæki og tól sem þarf við áhugamálið. Hnýtingaþvingan frá Stonfo er með fullkomnum 360° snúningi. Hún er hönnuð til þess að gera öngulskiptin fljótleg enda er Kaiman einstaklega þægileg í notkun. Þvingan ræður við nær allar öngulstærðir og er hæðin og afstaðan stillanleg. Hægt er að stilla snúningsspennu þvingunnar að vild og jafnvel læsa henni þegar svo ber undir. Þá má breyta hæð hennar og stilla fyrir örvhenta jafnt sem rétthenta.

Í settinu eru öll mikilvægustu hnýtingaáhöldin, s.s. flugbeitt hnýtingaskæri, tól fyrir endahnútinn, nál, Bobtec keflishalda, þræðari, hackle töng, dubbing áhald og efnisbursti. Tvær gerðir af þráðum, vinyl-rib, peacock fanir, hrosshár, íkorni, refur, kanína, hnýtingavír, floss, chenille, dubb, kúlur og krókar eru á meðal þess sem fylgir kaupunum. Kaiman er frábært fluguhnýtingasett hvort heldur fyrir byrjendur eða þaulvana fluguhnýtara.