PT Evolve er nútíma skothaus, hannaður til að hlaða stöngina með auðveldum hætti. Þyngd skothaussins liggur nokkuð aftarlega en mjókkar fram yfir langt svæði (e. long front taper). Línan leggst mjúklega á vatnsflötinn en getur þrátt fyrir það kastað þungum túpum og nær að rétta úr löngum taumum.
Línan er afar stöðug í loftinu og hentar því ekki hvað síst fyrir þá sem eru óreyndari í tvíhenduköstum. PT Evolve nýtur sín best í stærri laxveiðiár, enda er lend haussins töluverð, eða frá 10,7 metrum upp í 11,7 metra. Skothausinn hentar vel í veltiköst en honum má einnig yfirhandarkasta.