Nextcast Core16 Skagit Skothaus (Flot)

Nextcast Core16 er mjög stuttur Skagit-haus sem virkar frábærlega með þungum sökkendum. Línan getur kastað stórum flugum og þyngstu sökkendum án nokkurrar fyrirhafnar. Tilvalin lína í stórar laxveiðiár þar sem koma þarf flugunni niður til fisksins.

16.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Nextcast Core16 er einstök lína sem er aðlöguð að sérstökum aðstæðum. Skothausinn er í raun mjög stuttur Skagit-haus og virkar frábærlega með þungum sökkendum, s.s. T-14 og T-18. Það sem aðgreinir þessa línu frá öðrum svipuðum er að hún getur kastað þyngstu sökkendum og flugum án nokkurrar fyrirhafnar. Það gerir hún betur en nokkur önnur lína sem við höfum prófað.

Core16 er hugsuð í stærri laxveiðiár þar sem notkun á sökkendum er mikil. Hún hentar því frábærlega í ár á borð við Eystri- og Ytri Rangá, Ölfusá, Hvítá, Þjórsá og Skjálfandafljót, svo einhverjar séu nefndar.

Það er mjög mikilvægt að para rétta línuþyngd við stöngina sem skal notuð. Best er að velja línu sem er a.m.k. 50 grainum léttari en stöngin segir til um. Það er vegna þess að mikilli þyngd er komið fyrir í stuttri línunni. Ef stöng er t.d. gefin upp fyrir Skagit 500 grain, ætti að velja að hámarki 450 grain samanlagt.

Hvernig er best að para línu og stöng?

Gefum okkur að tvíhenda sé gefin upp fyrir Skagit 550-600 grain. Best er þá að velja lægri mörkin, þ.e. 550 grain. Þá þarf að taka tillit til endans sem kemur framan á skothausinn. 10′ endar eru 90 grain, 12′ endar eru 105 grain og 15′ endar eru 135 grain. Í þessu tilviki væri 450 graina haus valinn og 12 feta, 105 graina, endi. Samanlagt er línan þá 555 grain sem er hæfilegt m.v. uppgefna línuþyngd stangarinnar í þessu dæmi.