GDC Skothaus (Sökkhraði 3/4)

Loop GDC skothausarnir eru hannaðir fyrir nútíma tvíhenduköst. Með þeim er unnt að ná fram löngum köstum án nokkurrar fyrirhafnar, hvort heldur veitt er á smáflugur eða þungar túpur.

5.950kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Loop GDC sökklína 3/4 er skothaus sem er frá 9,6 – 11,1 metra langur eftir línuþyngd. Sökkhraði hans er 1 meter á hverjar 9 sekúndur. Skothausinn er með tilbúnum lykkjum á báðum endum sem auðveldar veiðimönnum að skipta um línuhausa þegar svo ber undir. Með honum er einfalt að ná fram þröngum línubug sem kemur sér vel í krefjandi aðstæðum, s.s. í miklum vindi. Loop GDC ber allar flugustærðir og gerðir, allt frá hefðbundnum flugum upp í þungar túpur.

GDC sekkur með 45° halla í vatninu, þannig að aftari hluti haussins ristir hærra í vatninu en fremri hlutinn (þ.e. sá hluti sem taumurinn er festur við). Þessi hönnun bætir línustjórnun og gerir veiðimanni auðveldara fyrir að ná línunni upp úr vatninu þegar byrjað er á nýju kasti.